Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Gamalt og gott | 13.1.2010 | Morgunblaðið
"Mokfiskerí fyrir framan eldhúsgluggann"

"Trillan mín er eitt tonn og sextíu kíló, minnsta trillan í flotanum hér, sagði Ingólfur Þorleifsson trillukarl í Bolungarvík," ég er búinn að eiga hana í átta ár og hef alltaf verið á sjó á sumrin. Þetta hefur gengið þokkalega, en ég fer nú ekki langt á þessu, það var mikill fiskur hérna rétt fyrir framan eldhúsgluggann í fyrra, mokfirkerí, en það verður ekki núna, snurvoðabátarnir sjá fyrir því . Já það var mikið í fyrra, ég fékk níu tonn í október, aðeins fimm mínútna siglingu, en það er ekki einn einasti fiskur þar nú, það er dragnótin maður.

 

Já, ég verð 65 ára í september, en hef verið meira og minna á trillum allt mitt líf, fæddur og uppalinn hér og hér hef ég alltaf verið. Við áttum fjórir trillu sem Marselíus smíðaði, hún var 4.5 tonn, einn þingmaðurinn átti í henni, Karvel, en svo seldum við, þeir vildu selja, og ég keypti þetta horn. Að öðru leyti hef ég alltaf verið í saltfiskverkun hjá Einari Guðfinnssyni, Svo var ég á sjónum á stærri bátum með Einari Hálfdáns á Sólrúnu.

 

Nei, ég er ekki hress með dragnótina upp í landi, maður er rétt að byrja, búinn að fara þrjá túra og fá tonn og kvótinn er búinn, Þetta gengur ekki að hafa netatrillurnar inni í þessu, færin verða alltaf að vera sér.

 

Átta til níu tonna trilla tekur í net á einum degi það sem færin gefa á einum mánuði.

 

Annars er gott hljóðið í mér, ég fæ alltaf eitthvað eins og hinir. Það er frjálsræðið sem er best við "trillurnar" maður stjórnar sér sjálfur, byrjar og hættir að vild.

-á.j.

 

Birtist í Morgunblaðinu 2. júní 1985


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.