Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Bolvíkingafélagið | 22.5.2008 |
Grilldagur Bolvíkingafélagsins á Sjómannadag

Bolvíkingafélagið efnir til árlegs grilldags á Sjómannadaginn 1. júní. Eins og í fyrra munu félagar hittast í Skátalundi, nálægt Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði. Hver og einn kemur með sinn mat á grillið og drykk að eigin ósk. Bolvíkingafélagið sér um að kynda undir grillinu og verður með einhver mataráhöld á staðnum. Þá býður félagið upp á kaffi og safa. Góð aðstaða er í Skátalundi, hús með snyrtiaðstöðu og aðstöðu til að borða inni og eins er gott pláss utandyra.


Hvaleyrarvatn er steinsnar frá húsinu en þar geta börn og unglingar veitt ókeypis. Því er upplagt að taka veiðistöngina með en einnig er fólk hvatt til að taka með sér bolta, eða önnur leiktæki. Þarna gefst gott tækifæri fyrir unga jafnt sem aldna til að hittast og eiga saman notalegan dag og eru Bolvíkingar hvattir til að mæta frá kl. 12:00 til kl. 16:00 á Sjómannadaginn.

Nánari upplýsingar veitir Arnar Stefánsson í síma 820-2532


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.