

Bolvíkingurinn Einar Þór Jónsson er í föstudagsviðtali dagsins á visir.is. Einar Þór er formaður HIV-samtakanna og var fyrstur Íslendinga til að koma út úr skápnum sem HIV-smitaður hommi. Víkari endurbirtir hér viðtalið og má lesa það hér að neðan.
„Óvissan, vanþekkingin og óttinn í byrjun varð til þess að það mynduðust strax miklir fordómar og stimplun við það að greinast með HIV. Það er eitthvað sem við erum enn að eiga við og hefur ekki gengið nægilega vel að vinna okkur frá. Það er þessi stimplun, það að skilgreina eða flokka fólk eftir því hvernig og hvar það smitaðist,“ segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna.
Hinsegin dagar eru nú í fullum gangi og taka HIV-samtökin þátt í hátíðinni líkt og fyrri ár. „HIV-samtökin eru ...

Magna Björk Ólafsdóttir er dóttir hjónanna Ólafs Þórs Benediktssonar og Guðjónu Jóhönnu Guðjónsdóttur. Fréttst hefur af Mögnu víðsvegar um heiminn í vinnu sinni og vildi Víkari.is þess vegna fá að heyra af því sem hún hefur verið að gera og hvað það er sem næst er á dagskrá hjá Mögnu. Ferðasögur hennar eiga vel við á helgi sem þessari þar sem flestir eru á faraldsfæti.
Magna er hjúkrunarfræðingur að mennt og lauk því námi árið 2004 frá Háskólanum á Akureyri. Í framhaldsnámi sínu frá Háskóla Íslands nam hún bráðahjúkrun. Magna talar um áhuga sinn á að starfa við hjálparstörf: “Það hafði löngum blundað í mér að starfa á erlendum vettvangi við hjálparstörf en sá það fyrir mér í ókominni ...


Kvikmyndin Slay Masters verður frumsýnd í Félagsheimili Bolungarvíkur Föstudaginn langa. Vegna aðsóknar og mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við tveimur sýningum en þær verða laugardaginn 7. apríl kl. 14:00 og 16:00 svo sýningargestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að missa af Aldrei fór ég suður rokkhátíðinni.
Aðalmaðurinn
Maðurinn á bakvið myndina er Bolvíkingurinn Snævar Sölvi Sölvason. Snævar er sonur Sölva Rúnars Sólbergssonar og Birnu Guðbjartsdóttur í Bolungarvík. Snævar er elstur þriggja bræðra en yngri bræður hans eru þeir Tómas Rúnar og Bergþór Örn.
Snævar lauk almennri skólagöngu við Grunnskóla Bolungarvíkur og varð stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði. Eftir menntaskólann lá leiðin til Reykjarvíkur í Háskólann ...

Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Íbúð óskast.
Óska eftir stúdíó eða 2 herb íbúð frá 1 maí til 1 sept. Gott væri ef einhver húsgögn fylgdu með. Uppl í síma 8658093 eða lbrynjarsson@gmail.com

