Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Viðtöl við Víkara | 14.3.2012 16:59:51 |
Ef þú fylgir hjartanu þá geturu ekki valið ranga leið

Kristín Grímsdóttir bjó í Bolungarvík ásamt foreldrum sínum, Unni Ingadóttur sem starfaði sem kennari í Grunnskóla Bolungarvíkur og Grími Lúðvíkssyni sem starfaði hjá Ratsjárstofnun, og bróður sínum Jóni Inga. Foreldrar hennar bjuggu í Víkinni í 10 ár en Kristín fór eftir 6 ára búsetu til Akureyrar þar sem hún stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri. Eftir stúdentspróf fór Kristín í 3ja mánaða bakpokaferðalag um Suður-Ameríku. Þegar heim var komið vann hún hjá Össuri þar til hún hóf nám við Háskóla Reykjavíkur þar sem hún útskrifaðist með B.Sc gráðu í verkfræði. Á lokaári sínu við HR, haustið 2010, fór Kristín í skiptinám til Svíþjóðar, þar sem hún vann samhliða skólanum sem Aupair með ungan dreng. 

      Kristín er enn í Svíþjóð og hefur starfað hjá Stocholm School of Entrepreneurship (www.sses.se) þar til nýlega þegar hún sagði upp starfi sínu. Kristín segir sjálf: „Af hverju ad segja upp vinnu sem ég virkilega elska og gefur mér tækifæri? Í raun er það ekki svo flókið. Það var eitthvað sem vantaði, og þetta eitthvað er jafnvægi. Þegar maður er farin að vinna nánast 24/7 af því að það er svo gaman og maður leggur allt annað til hliðar (sofa, borða, hitta vini, æfa) þá þarf maður ad staldra aðeins við og hugsa hvort það sé ekki hægt ad gera þetta á annan hátt. Vitandi það að ég hef drifkraftinn, ástríðuna og viljann til ad skapa mín eigin tækifæri þá fannst mér það ekki verri hugmynd að láta reyna á það sem ég virkilega trúi, að impossible is nothing; að maður getur látið drauma sína rætast og gera ALLT sem maður vill svo lengi sem maður beri sig eftir því.“

Nú er Kristín að fara að leggja upp í einn eitt ævintýrið, hún sagði upp vinnunni og hefur ákveðið að hjóla, þó hún eigi ekki gott hjól, frá Stokkhólmi til Grikklands, Asíu eða jafnvel Ástralíu.
Markmið þessarar ferðar er að hitta 100 manns og segja sögu þeirra; drauma, reynslu, hugarfar og viðhorf á rauntíma og er aldrei að vita nema að þetta leiði til útgáfu bókar. Annað markmið þessarar ferðar Kristínar er að koma sér í gott hjólaform þar sem hana langar að taka þátt í Iron man innan fárra ára. Kristín vonar að þetta ævintýri hennar sé upphaf á einhverju stærra og meira með fólki sem trúir því sama og hún, að fylgja hjartanu og gera það sem maður virkilega elskar.


Kristín segir þó fyrsta skrefið í þessu ævintýri sínu sé að fá fjármagn til þess að kaupa hjól og gera henni kleift að vera internettengt alla leiðina. Kristín stefnir að því að leggja af stað 1. maí næstkomandi og hefur hún gert myndskeið þar sem hún kynnir þetta stórkostlega verkefni, hægt er að horfa á það hér linkur

Hægt er að fylgjast með ferð hennar á internetinu en hún heldur uppi síðunni possunt.com þar sem einnig er hægt að sýna henni stuðning í verki og styrkja hana m.a. um hjólakaup. Einnig er hægt að fylgjast með Kristínu og verkefni hennar á Facebook, undir possunt. Á þeirri síðu er hún með skemmtilegt myndaalbúm af mismunandi fólki að standa á höndum, þetta sama fólk lýsir sjálfum sér í 3-5 orðum. Myndaalbúmið má skoða hér. Viltu taka þátt í þessu með henni? Stattu á höndum, taktu mynd og sendu hana á kristin@possunt.com ásamt 3-5 orðum sem lýsir þér sem einstaklingi. „Það væri gaman að sjá vestfirðinga hrúgast upp og standa á höndum“ segir Kristín Grímsdóttir að lokum.

Kristín var í viðtali við morgunútvarp Rásar 2 í morgun, 14. mars, og geta þeir sem misstu af því hlustað á það hér.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.