Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Aðsendar greinar | 13.5.2014 11:42:15 | Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir
Kæru Bolvíkingar

Halldóra Dagný heiti ég og er dóttir Sveinbjörns Ragnarssonar og Jensínu Sævarsdóttur. Ég er gift Íranum mínum, honum  Gareth Rendall og saman eigum við 3 börn.  Ég er grunnskólakennari að mennt og hef starfað í Grunnskóla Bolungarvíkur í 16 ár og þá aðallega á elsta stigi skólans. Undanfarin fjögur ár hef ég verið þátttakandi í evrópsku samstarfi ásamt nemendum og samstarfskonum. Þar hafa unglingarnir okkar fengið að kynna land sitt og þjóð, kynnst nýrri menningu og tekist á við ótrúlega krefjandi verkefni. Þau hafa alltaf staðið sig með sóma og það er mjög gefandi að sjá þau blómstra í þessari vinnu. En ég spyr, hvað svo? Hvað höfum við að bjóða 14 – 18 ára ungu fólki hér í Bolungarvík? Ég vil að Bolungarvíkurkaupstaður móti og vinni að skýrri stefnu í æskulýðsmálum. Á vissum tíma í lífi sínu þarf unga fólkið okkar að yfirgefa Bolungarvík til að sækja sér frekari menntun. Koma þau til baka? Því miður er allt of lítið um það. Þar spila atvinnumöguleikar og húsnæðismál inn í. Ég vil trúa því að að ef minningarnar eru góðar og utanumhaldið á þessum árum er gott, þá reynir unga fólkið að skapa sér það tækifæri að koma aftur heim og koma jafnvel með vinnuna sína með sér.  Við þurfum að tryggja fjármagn til æskulýðsstarfsins, fá menntað og áhugasamt fólk til að starfa með unga fólkinu okkar og virkja unga fólkið í að taka þátt í umræðum og skipulagi á þeirra eigin framtíð. Unga fólkið er framtíðin!

 

Halldóra Dagný Sveinbjörnsdóttir

Skipar 2.sætið á listanum Máttur meyja og manna.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.