Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Aðsendar greinar | 30.5.2014 23:37:44 | Elías Jónatansson
Spennandi tímar framundan

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu árum haft tækifæri til að vinna að mörgum spennandi verkefnum og koma þeim í höfn.  Grunnurinn að áframhaldandi sókn hefur verið lagður með því að lækka skuldir og hagræða í rekstri bæjarins.

 

Þetta voru helstu verkefni síðasta kjörtímabils :

 • Byggt nýtt hjúkrunarheimili 
 • Átak gert í malbikun gatna
 • Hafin endurnýjun gangstétta
 • Umhverfisátak við höfnina og í miðbænum
 • Niðurgreiðslur vegna daggæslu stórauknar
 • Leikskólagjöld lækkuð um 27% frá 2010
 • Vaðlaug byggð í sundlaugargarðinum
 • Félagsheimilið klárað
 • Hafnaraðstaðan bætt fyrir fiskibáta og ferðaþjónustu

Með góðum árangri í rekstri og 270 mkr lækkun skulda frá 2008 gefast nú ótal tækifæri til áframhaldandi uppbyggingar.

 

Á næsta kjörtímabili er stefnan sett á :

 • Áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn
 • Stækkun Leikskólans Glaðheima
 • Að koma skólum bæjarins í fremstu röð í notkun tækninýjunga til kennslu
 • Að auka almenningssamgöngur með áherslu á tómstunda- og íþróttastarf barna og unglinga
 • Malbikun gatna
 • Endurnýjun gangstétta
 • Að ráða kynningarfulltrúa og auka upplýsingagjöf til bæjarbúa
 • Að efla stuðning við móðurmálskennslu nýbúa
 • Að bjóða upp á frístundakort fyrir börn og unglinga að 20 ára aldri

 

D- listinn leitar nú eftir stuðningi kjósenda til þess að vera áfram það leiðandi afl sem hann hefur verið í bæjarstjórn á líðandi kjörtímabili.  Eina leiðin til þess að tryggja það er að Sjálfstæðismenn og óháðir fái 4 fulltrúa í bæjarstjórn.Elías Jónatansson
Höfundur skipar 1. sæti á D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.