Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Aðsendar greinar | 2.6.2014 12:52:39 | Elías Jónatansson
Þakkir til Bolvíkinga

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á laugardaginn.

 

Við fundum það vel í aðdraganda kosninga, að mikill stuðningur var við þau málefni sem við lögðum áherslu á og stuðningur 62% kjósenda við okkur á kjördag undirstrikar jafnframt að fólk var ánægt með störf okkar á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka.  Þessi öflugi stuðningur í kosningunum er okkur gott veganesti og hvatning til að gera enn betur næstu 4 árin.

 

Á nýju kjörtímabili bíða okkar mörg brýn og spennandi verkefni sem við viljum takast á við og vinna brautargengi í góðri samvinnu meiri- og minnihluta í bæjarstjórn.  Mikilvægast er okkur þó að vinna áfram í góðri sátt við íbúa Bolungarvíkur.

 

Elías Jónatansson, oddviti D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.