Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 24.7.2015 15:08:11 |

Laugardaginn 25. júlí verður Sumarmót BÍ/Bolungarvíkur haldið á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Mótið hefst klukkan 9:30 og verður spilað eftir svokölluðu hraðmótarfyrirkomulagi. Á mótinu verður lögð áhersla á þá gleði og ánægju sem börnin upplifa í gegnum knattspyrnuna og að liðsmenn BÍ/Bolungarvíkur fái tækifæri til að æfa sig að keppa í liðum. Um 13 lið eru skráð og eru það knattspyrnuiðkenndu úr 8.-5. flokki sem munu mæta til leiks.

Foreldrar eru hvattir til þess að mæta vel skóaðir þar sem fyrirhugað er að hafa foreldrabolta í lok móts – þar sem foreldrarnir fá alla athyglina og spreyta sig á knattspyrnuvellinum.

Grillaðir verða hamborgarar fyrir alla iðkenndur og verðlaunaafhending verður í lok móts.

Mótinu verður lokið fyrir klukkan 14:00 en þá tekur meistaraflokkslið karla BÍ/Bolungarvík ...


Íþróttir | 18.6.2015 11:18:43 |

Þorsteinn Goði Einarsson mun keppa fyrir Íslands hönd í borðtennis á Norræna barna- og unglingamótinu sem fram fer í Færeyjum dagana 2.-7. júlí næstkomandi í þorpinu Tóftir. Mótið á sér langa sögu þar sem fötluð börn og ungmenni koma saman og keppa í íþróttum og kynnast kollegum sínum á Norðurlöndunum. Þorsteinn Goði er Bolvíkingur í húð og hár en foreldrar hans eru Einar Guðmundsson og Jenný Hólmsteinsdóttir.
 
Auk þess að keppa í íþróttum verður margvíslegt fyrir stafni eins og t.d. kynningar á fjölmörgum íþróttagreinum, skoðunarferðir um Færeyjar og fleira.
 

Víkari óskar Þorsteini Goða góðs gengis á mótinu.


Íþróttir | 30.5.2015 20:39:10 |

Knattspyrnulið BÍ/Bolungarvíkur vann langþráðan 2-1 sigur  á HK í 1. deildinni á Torfnesvelli í dag. Bolvíkingurinn efnilegi, Pétur Bjarnason, átti frábæran dag í sínum fyrsta leik í byrjunarliði BÍ/Bolungarvíkur í sumar, en Pétur skoraði fyrra mark heimamanna og lagði upp sigurmarkið á lokamínútum leiksins. Í umsögn Fótbolti.net um leikinn kemur fram að Pétur hafi verið besti maður vallarins í dag, hann hafi átt frábæran leik og verið mjög duglegur inná miðjunni auk þess að hafa skorað fyrra markið og átt stóran þátt í því seinna. Með sigrinum í dag lyfti BÍ/Bolungarvík sér af botni 1. deildar og er liðið nú í 10. sæti deildarinnar með 3 stig úr 4 leikjum.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Íþróttir | 10.5.2015 11:51:09
Íþróttir | 6.3.2015 19:13:09
Íþróttir | 31.1.2015 11:42:27
Íþróttir | 27.1.2015 16:44:18
Íþróttir | 26.1.2015 23:24:06
Íþróttir | 29.12.2014 23:52:04
Íþróttir | 31.10.2014 18:00:02
Íþróttir | 10.10.2014 11:01:38
Íþróttir | 8.10.2014 08:04:26
Íþróttir | 26.9.2014 13:10:34
Íþróttir | 3.9.2014 23:21:20
Íþróttir | 25.7.2014 13:29:54
Íþróttir | 22.7.2014 11:04:40
Íþróttir | 7.6.2014 15:00:00
Íþróttir | 7.6.2014 10:59:48
Íþróttir | 24.5.2014 08:49:02
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni