Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 30.3.2017 12:49:29 |

Sjónvarpið sýndi í gærkvöldi frá keppni í Vestfjarðariðli í Skólahreysti en skemmst er frá því að segja að Grunnskóli Bolungarvíkur fór þar með sigur af hólmi. Bolvíska liðið sigraði allar einstaklingsgreinarnar og varð í öðru sæti í hraðakeppninni sem tryggði þeim glæsilegan sigur.

 

Vala Karítas Guðbjartsdóttir sigraði í armbeygjum og hreystigripi, Flóki Hrafn Markan sigraði í upphýfingum og dýfum og Kristján Logi Guðbjarnason og Jónína Arndís Guðjónsdóttir (Ninna) urðu í öðru sæti í hraðakeppninni. Til vara í liði Grunnskóla Bolungarvíkur voru þau Aleksander Koszalka og Amonrat Phothia.

 

Sjá má glæsilegan árangur Grunnskóla Bolungarvíkur í Skólahreysti á vef RÚV:


Íþróttir | 15.3.2017 13:10:26 |

Fréttavefurinn visir.is greinir frá því í dag að Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta verði haldið í Bolungarvík næstkomandi verslunarmannahelgi. Mótið var fyrst haldið árið 2004 á Ísafirði og hefur verið árlegur viðburður þar í bæ síðastliðin ár. Nú í ár verður mótið hins vegar haldið á þremur völlum sem verða settir upp nærri tjaldsvæðinu í Bolungarvík, sem er við íþróttahúsið og sundlaugina þar í bæ.Búið er að staðfesta að hljómsveitin SSSól og rapparinn Emmsjé Gauti muni koma fram á hátíðinni en lokahófið verður í Félagsheimili Bolungarvíkur ásamt dansleikjum hátíðarinnar.

Benni Sig verður drullusokkur Mýrarboltans, eða sá sem sér um skipulagningu og framkvæmd mótsins. 

 


Íþróttir | 14.3.2017 20:12:01 |

Á vef Grunnskóla Bolungarvíkur er greint frá því að skólinn fór með sigur af hólmi í Vestfjarða/Vesturlandsriðlinum í Skólahreysti 2017 í dag. Lið Bolungarvíkur sigraði allar einstaklingsgreinarnar og varð í öðru sæti í hraðakeppninni sem tryggði þeim sigurinn. Vala Karítas Guðbjartsdóttir sigraði í armbeygjum og hreystigripi, Flóki Hrafn Markan sigraði í upphýfingum og dýfum og Kristján Logi Guðbjarnason og Jónína Arndís Guðjónsdóttir (Ninna) urðu í öðru sæti í hraðakeppninni. Til vara í liði Grunnskóla Bolungarvíkur voru þau Aleksander Koszalka og Amonrat Phothia.

 

Vefur Grunnskóla Bolungarvíkur

 

 

 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Íþróttir | 17.2.2017 17:49:23
Íþróttir | 14.5.2016 11:44:11
Íþróttir | 10.5.2016 22:42:41
Íþróttir | 29.4.2016 16:49:19
Íþróttir | 10.3.2016 12:00:00
Íþróttir | 19.1.2016 23:02:25
Íþróttir | 22.10.2015 17:51:54
Íþróttir | 18.10.2015 10:01:14
Íþróttir | 8.10.2015 18:09:51
Íþróttir | 13.8.2015 23:02:14
Íþróttir | 24.7.2015 15:08:11
Íþróttir | 18.6.2015 11:18:43
Íþróttir | 30.5.2015 20:39:10
Íþróttir | 10.5.2015 11:51:09
Íþróttir | 6.3.2015 19:13:09
Íþróttir | 31.1.2015 11:42:27
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.