

Bolvíski knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur verið valinn í landsliðshópinn sem fer til Katar í janúar en þá mun landslið Íslands í knattspyrnu spila tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð og Kúveit. Að þessu sinni er landsliðið aðallega skipað leikmönnum sem spila með félagsliðum á Norðurlöndum og á Íslandi.
Eric Hamrén þjálfari landsliðsins hefur þetta að segja um landsleikina sem eru framundan: ,,Við erum spenntir fyrir því að spila gegn erfiðum og áhugaverðum andstæðingum sem spila mismunandi gerð af knattspyrnu. Hópurinn hjá okkur er blanda af leikmönnum sem hefur mikla reynslu hjá okkur ásamt þeim sem hafa lítið komið við sögu. Það verður því gott að æfa við frábærar aðstæður."
Landslið Íslands verður skipað eftirtölum leikmönnum í leikjunum gegn ...


Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason var útnefndur íþróttamaður ársins 2017 í Bolungarvík í hófi sem fræðslumála- og æskulýðsráð Bolungarvíkur hélt íþróttafólki til heiðurs siðastliðinn föstudag.
Andri Rúnar náði framúrskarandi árangri á fótboltavellinum á síðastliðnu ári þar sem hann varð markakóngur efstu deildar og skoraði 19 mörk í 22 leikjum fyrir Grindavík og jafnaði þar með markametið í efstu deild. Hann var jafnframt valinn leikmaður ársins og hélt í byrjun þessa árs í atvinnumennsku til Svíþjóðar þar sem hann leikur með liði Helsingborgar. Í kjölfar þessa góða árangurs var Andri Rúnar valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu og lék á dögunum sína tvo fyrstu landsleiki við Indónesíu og skoraði í þeim eitt gullfallegt ...


Staða yfirsundþjálfara hjá sunddeild UMFB Bolungarvík er laus haustið 2017. Sunddeild UMFB hefur verið vaxandi síðustu ár og eru þar núna rúmlega 50 iðkendur. Þá er sundlaugin í Bolungarvík er með betri sundlaugum á norðanverðum Vestfjörðum.
Þjálfun er í 5 hópum en með möguleika á að hafa 4 hópa:
UMFB 5 er 1. bekkur
UMFB 4 er 2. og 3. bekkur
UMFB 3 er 4. bekkur
UMFB 2 er 5. og 6. bekkur
UMFB 1 er 7. bekkur og eldri
Í samstarfi við stjórn skipuleggur þjálfari sundmót, æfingaferðir og skemmtikvöld.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun/ menntun á sviði íþróttafræða.
Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga og vera góð fyrirmynd.
Allar frekari upplýsingar má nálgast með því að ...

Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Smáauglýsingar á Víkari.is
Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is
Íbúð óskast.
Óska eftir stúdíó eða 2 herb íbúð frá 1 maí til 1 sept. Gott væri ef einhver húsgögn fylgdu með. Uppl í síma 8658093 eða lbrynjarsson@gmail.com

