Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 17.2.2017 17:49:23 |

Stór hópur sundiðkennda sunddeildar UMFB á aldrinum 8-15 ára hélt föstudaginn 10. febrúar suður til Reykjavíkur á Gullmót KR sem haldið var í Laugardalslaug dagana 10.-12. febrúar.  Keppt var í 50 metra laug en það er um þrisvar sinnum lengri laug en sú sem er í Musteri vatns og vellíðunar hér í Bolungarvík.

 

Bolvísku sundkeppendurnir stóðu sig með mikilli prýði og stungu krakkarnir sér ekki til sunds án þess að bæta sína fyrri tíma um 1,2 til 20 sekúntur. Sigurgeir Guðmundur Elvarsson var fulltrúi Bolvíkinga á verðlaunapalli í 50 metra skriðsundi í hópi 12 ára og yngri þegar hann var með þriðja besta tímann í þeim flokki. Nokkrir náðu tímalágmörkum sem gefa þeim sæti til þátttöku á Aldursmeistaramóti Íslands sem haldið verður í júní 2017.

 

Góður andi var ...


Íþróttir | 14.5.2016 11:44:11 |

Knattspyrnulið Vestra tekur á móti Hetti frá Egilstöðum á Torfnesvelli kl. 14 í dag. Leikurinn er annar leikur Vestra, sem áður hét BÍ/Bolungarvík, í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en Vestra menn unnu fyrsta leik sinn gegn KF með þremur mörkum gegn engu á síðustu helgi.

 

Vestri þarf á dyggum stuðningi áhorfenda að halda til að tryggja áframhaldandi sigurgöngu sína í deildinni. Bolvíkingar og nærsveitungar hvattir til að fjölmenna á völlinn en eins og áður segir verður leikurinn á Torfnesvelli og hefst kl. 14.

 


Íþróttir | 10.5.2016 22:42:41 |

Bolvískir kylfingar eru búnir að dusta rykið af golfkylfunum og farnir að spila golf af miklum krafti eftir gott  vetrarfrí. Fyrsta vikulega Samkaups-mót sumarsins verður á Syðridalsvelli miðvikudagskvöldið 11. maí kl 20.

 

Mótsgjald verður það sama og í fyrra eða kr. 300 og verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta í hverjum mánuði en einnig fyrir mesta heildarfjölda punkta eftir sumarið.

 

Kylfingar eru hvattir til að fjölmenna á Samkaupsmótið og sýni snilli sýna í golfinu.

 

 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Íþróttir | 29.4.2016 16:49:19
Íþróttir | 10.3.2016 12:00:00
Íþróttir | 19.1.2016 23:02:25
Íþróttir | 22.10.2015 17:51:54
Íþróttir | 18.10.2015 10:01:14
Íþróttir | 8.10.2015 18:09:51
Íþróttir | 13.8.2015 23:02:14
Íþróttir | 24.7.2015 15:08:11
Íþróttir | 18.6.2015 11:18:43
Íþróttir | 30.5.2015 20:39:10
Íþróttir | 10.5.2015 11:51:09
Íþróttir | 6.3.2015 19:13:09
Íþróttir | 31.1.2015 11:42:27
Íþróttir | 27.1.2015 16:44:18
Íþróttir | 26.1.2015 23:24:06
Íþróttir | 29.12.2014 23:52:04
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Hvað skal kjósa? Opið bréf til frambjóðenda
20.10.2016 17:24:40

Ágæti frambjóðandi

 

Nú styttist óðum í kjördag og kosningaloforðin þeytast fram á völlinn sem aldrei fyrr. Umræðan virðist snúast að stóru leyti um hver geti ...

Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Myndbandið
Nýleg virkni