Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Þú þarft Flash plugin til að sjá þennan banner!
Íþróttir | 11.4.2014 00:01:46 |

Nemendur Grunnskóla Bolungarvíkur stóðu sig með mikilli prýði í Skólahreysti en það er liðakeppni milli grunnskóla landsins en Vestfjarðariðillinn fór fram í Reykjavík fimmtudaginn 27. mars sl.. Nemendur GB stóðu sig með prýði á allan hátt hvort sem var í keppninni sjálfri, á pöllunum eða í ferðalaginu. Vegna óvissu um flug var tekið á það ráð að fara akandi á miðvikudeginum og síðan beint heim eftir keppnina. Nemendurnir voru nokkuð þreyttir þegar þeir mættu í skólann næsta dag en að sama skapi ákaflega ánægðir með ferðalagið og keppnina.

 

Í hverju liði í Skólahreysti eru tveir strákar og tvær stelpur en í keppnisliði GB voru Kristín Helga Hagbarðsdóttir, Eygló Inga Baldursdóttir, til vara Svanhildur Helgadóttir, Gunnar Már Jóhannsson, Guðfinnur Ragnar Jónhannsson, til vara Þórir Örn ...


Íþróttir | 19.3.2014 05:17:48 |

Vaskar stúlkur í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu í BÍ/Bolungarvík munu ganga í hús á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík næstu daga. Stúlkurnar munu selja happdrættislínur til fjáröflunar fyrir æfingaferð til Spánar.  Ein lína selst á 1000 krónur og auka línur á 500 krónur.  Fjölmargir veglegir vinningar eru í pottinum, meðal þeirra sem gefa vinning er Heydalur, 66° North, Hamraborg, Mánagull, Studio Dan, Tjöruhúsið, Verslunar Geiri og Kaupmaðurinn.


Meistaraflokkur kvenna heldur út til Spánar í apríl. Sú ferð er hugsuð til undirbúnings fyrir komandi tímabil hjá liðinu og hjálpar þessi ferð því mikið til við undirbúning þar sem aðstæður á Spáni eru fyrsta flokks til æfinga.  

Dregið verður úr seldum línum mánudaginn 24. mars.


Íþróttir | 19.2.2014 18:35:24 |

Föstudaginn 21. febrúar mun sunddeild UMFB synda áheitasund í fjáröflunarskyni, sundið stendur yfir frá klukkan 16:00 til 04:00 aðfaranótt laugardagsins 22. febrúar. Síðast syntu krakkarnir áheitasund í apríl 2013 og syntu þá 44 kílómetra þær 12 klukkustundir sem sundið stóð yfir. Takmarkið í ár er vitanlega að brjóta 44 kílómetra múrinn.

Krakkar í sunddeild UMFB munu ganga í hús og safna áheitum og eru bæjarbúar hvattir til þess að styrkja krakkana og þannig leggja hönd á plóg að gera gott starf enn betra.

Stjórn sunddeildar UMFB skorar á fyrirtæki í Bolungarvík að heita á krakkana. Þau fyrirtæki, eða brottfluttir bolvíkingar og bolvískir sundmenn, sem vilja styrkja vaska sundgarpa er bent á að hafa samband við Írisi Ósk Sighvatsdóttur í síma 8994464 eða senda tölvupóst á sundumfb@gmail.com ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

x64 tölvuþjónusta

Tölvuþjónustan x64 hefur opnað þjónustu sína á efstu hæð frystihússins í Bolungarvík. facebook.com/tolvurogtaekni

Eldra efni
Íþróttir | 19.1.2014 21:00:49
Íþróttir | 17.1.2014 11:52:32
Íþróttir | 3.1.2014 20:38:22
Íþróttir | 18.11.2013 21:37:12
Íþróttir | 15.11.2013 11:23:09
Íþróttir | 12.10.2013 18:28:43
Íþróttir | 6.10.2013 20:42:09
Íþróttir | 27.8.2013 12:29:27
Íþróttir | 20.8.2013 22:25:07
Íþróttir | 12.8.2013 22:41:11
Íþróttir | 5.8.2013 23:21:13
Íþróttir | 31.7.2013 00:28:07
Íþróttir | 26.7.2013 10:36:50
Íþróttir | 22.7.2013 09:41:37
Íþróttir | 18.7.2013 00:05:44
Íþróttir | 3.7.2013 08:00:00
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Fjör á þorrablóti eldri borgara
Félag eldri borgara í Bolungarvík hélt sitt árvissa þorrablót í Safnaðarheimilinu 14. febrúar 2014. Boðið var upp á þorramat frá bræðrunum á Núpi og fjölmörg skemmtiatriði. Að borðhaldi loknu var stiginn dans við undirleik Benedikts Sigurðsson sem þandi nikkuna af mikilli lilst. Ljósmyndari ...

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Félagsfærni
20.1.2014 23:17:42

Félagsfærni (social skills) er hæfileikinn til að hafa góð og gagnleg samskipti við annað fólk.  Við tökum oft þessari færni okkar sem sjálfsögðum hlut án þess að gera okkur grein fyrir ...

Smelltu til að skoða Einbeittur brota- og gjafavilji sjávarútvegsráðherra
15.1.2014 18:00:20

Sjávarútvegsráðherra var um síðustu helgi gestur í sjónvarpsþættinum Sunnudagsmorgunn í Ríkisútvarpinu. Þar kom fram einbeittur vilji hans til þess að afhenda útgerðinni ...

Myndbandið
Nýleg virkni