Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 10.5.2015 11:51:09 |

Á dögunum varð Oddfreyr Ágúst Atlason úr Bolungarvík þess heiðurs aðnjótandi að vera tilnefndur af KFÍ og þjálfara sínum til þátttöku í Úrvalsbúðum KKÍ 2015 en einnig hlutu tveir ísfirskir drengir tilnefningu til þátttöku í búðunum. Oddfreyr Ágúst er efnilegur körfuknattleiksmaður sem hefur lagt hart að sér við æfingar og er nú farinn að uppskera rækilega og er kominn í hóp með þeim bestu á sínum aldri. Oddfreyr Atli er sonur Margrétar Jómundsdóttur, veðurathugunarkonu og bæjarfulltrúa, en fósturfaðir hans er Guðmundur Bjarni Jónsson.

 

Þess má geta að Úrvalsbúðir KKÍ eru undanfari yngri landsliða Íslands þ.s unglingalandsliðsþjálfarar ásamt gestaþjálfurum stjórna æfingum og fara yfir ýmis tækniatriði. Í sumar eru æfingabúðirnar ætlaðar fyrir drengi ...


Íþróttir | 6.3.2015 19:13:09 |

Í þessum rituðu orðum stendur yfir hið árlega Maraþonsund sunddeildar UMFB þar sem bæði börn og fullorðnir munu synda í heilar 12 klukkustundir. Maraþonið hófst klukkan 16:00 og stendur yfir til klukkun 04:00 aðfararnótt laugardags. Sunddeildin stendur fyrir maraþoninu í þeim tilgangi að afla fjár fyrir meðlimi sunddeildarinnar til að standa undir kostnaði við hinar ýmsu keppnis- og æfingarferðir.

 Nú þegar hafa börn úr sunddeildinni gengið í hús og safnað áheitum en enn er hægt að heita á sundgarpana með því að leggja inná reikning deildarinnar : 1176-05-400610 kennitala 490902-3680. Margt smátt gerir eitt stórt !

Á síðasta ári voru syntir hvorki meira né minna en 70,5 km og að sjálfsögðu á að reyna að bæta metið í ár. Nú þegar hafa nokkrir hundruðir metra verið syntir og enn er nægur tími að synda - öllum er velkomið að ...


Íþróttir | 31.1.2015 11:42:27 |

Hestamaðurinn Bragi Björgmundsson var útnefndur íþróttamaður ársins 2014 í Bolungarvík á árlegu hófi sem haldið var í Félagsheimili Bolungarvíkur í gær. Bragi hefur stundað hestamennsku af mikilli fagmennsku í áratugi og eru prúðmennska og samviskusemi einkunnarorð sem samferðamenn velja honum.

 

Bragi, sem nú er kominn á áttræðisaldur, gerði sér lítið fyrir og varð í 1. sæti í bæði A og B flokki gæðinga og var kjörinn knapi mótsins á félagsmóti Storms á Söndum í Dýrafirði sl. sumar. Vert er að geta þess að keppni hestamennsku er að því leiti sérstök að knapinn stendur einn að þjálfun sinni og hestsins og þarf að sýna mikinn aga og eljusemi.

 

Að þessu sinni voru fjórir íþróttamenn tilnefndir til íþróttamanns ársins í Bolungarvík. Auk Braga voru ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Íþróttir | 27.1.2015 16:44:18
Íþróttir | 26.1.2015 23:24:06
Íþróttir | 29.12.2014 23:52:04
Íþróttir | 31.10.2014 18:00:02
Íþróttir | 10.10.2014 11:01:38
Íþróttir | 8.10.2014 08:04:26
Íþróttir | 26.9.2014 13:10:34
Íþróttir | 3.9.2014 23:21:20
Íþróttir | 25.7.2014 13:29:54
Íþróttir | 22.7.2014 11:04:40
Íþróttir | 7.6.2014 15:00:00
Íþróttir | 7.6.2014 10:59:48
Íþróttir | 24.5.2014 08:49:02
Íþróttir | 11.4.2014 00:01:46
Íþróttir | 19.3.2014 05:17:48
Íþróttir | 19.2.2014 18:35:24
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni