Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 31.10.2012 23:18:30 |
Andri Rúnar valinn nýliði ársins

Bolvíski knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur spilað einstaklega vel í bandaríska háskólaboltanum með North Carolina Wesleyan háskólanum undanfarna mánuði. Í dag var tilkynnt um kjör á leikmönnum ársins í South Athletic Conference riðlinum þar sem Andri Rúnar var útnefndur nýliði ársins 2012.

Andri Rúnar fékk samtals 33 stig fyrir árangur sinn á leiktímabilinu en í 15 leikjum skoraði hann 14 mörk og átti 5 stoðsendingar. Hann varð einnig fjórði í kjörinu á leikmanni ársins og þriðji markahæsti leikmaðurinn. Andri Rúnar náði einnig þeim frábæra árangri að vera valinn í lið ársins í South Athletic Conference riðlinum þar sem hann er einn þriggja framherja en hinir tveir eru Jalon Brown, sem var kjörinn leikmaður ársins, og Eirik Nordseth, sem varð markahæstur í riðlinum.

Frekari upplýsingar um árangur Andra Rúnars í bandaríska háskólafótboltanum má nálgast á heimasíðu USA South Athletic Conference.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.