Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 18.6.2015 11:18:43 |
Þorsteinn Goði meðal keppenda í Færeyjum

Þorsteinn Goði Einarsson mun keppa fyrir Íslands hönd í borðtennis á Norræna barna- og unglingamótinu sem fram fer í Færeyjum dagana 2.-7. júlí næstkomandi í þorpinu Tóftir. Mótið á sér langa sögu þar sem fötluð börn og ungmenni koma saman og keppa í íþróttum og kynnast kollegum sínum á Norðurlöndunum. Þorsteinn Goði er Bolvíkingur í húð og hár en foreldrar hans eru Einar Guðmundsson og Jenný Hólmsteinsdóttir.
 
Auk þess að keppa í íþróttum verður margvíslegt fyrir stafni eins og t.d. kynningar á fjölmörgum íþróttagreinum, skoðunarferðir um Færeyjar og fleira.
 

Víkari óskar Þorsteini Goða góðs gengis á mótinu.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.