Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 24.7.2015 15:08:11 |
Sumarmót BÍ/Bolungarvík

Laugardaginn 25. júlí verður Sumarmót BÍ/Bolungarvíkur haldið á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Mótið hefst klukkan 9:30 og verður spilað eftir svokölluðu hraðmótarfyrirkomulagi. Á mótinu verður lögð áhersla á þá gleði og ánægju sem börnin upplifa í gegnum knattspyrnuna og að liðsmenn BÍ/Bolungarvíkur fái tækifæri til að æfa sig að keppa í liðum. Um 13 lið eru skráð og eru það knattspyrnuiðkenndu úr 8.-5. flokki sem munu mæta til leiks.

Foreldrar eru hvattir til þess að mæta vel skóaðir þar sem fyrirhugað er að hafa foreldrabolta í lok móts – þar sem foreldrarnir fá alla athyglina og spreyta sig á knattspyrnuvellinum.

Grillaðir verða hamborgarar fyrir alla iðkenndur og verðlaunaafhending verður í lok móts.

Mótinu verður lokið fyrir klukkan 14:00 en þá tekur meistaraflokkslið karla BÍ/Bolungarvík á móti Þrótti R. á Torfnesvelli á Ísafirði


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.