Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 13.8.2015 23:02:14 |
Golfklúbbur Bolungarvíkur upp um deild

Sveit Golfklúbbs Bolungarvíkur hafnaði í öðru sæti 4. deildar sveitakeppni GSÍ sem leikin var á Syðridalsvelli um síðustu helgi. Golfklúbbur Bolungarvíkur vann Golfklúbbinn Mostra í undanúrslitum en tapaði fyrir Golfklúbb Norðfjarðar í úrslitum. Með þessum árangri tryggði sveit Golfklúbbs Bolungarvíkur sér sæti í 3. deild á næsta ári.

 

Karlasveit Golfklúbbs Bolungarvíkur var skipuð þeim Janusz Pawel Duszak, Elíasi Jónssyni, Gunnari Má Elíassyni, Runólfi Péturssyni, Weera Khiansanthiah og Chatchai Phothtya.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.