Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 18.10.2015 10:01:14 |
Ívarsfélagar á Íslandsmóti í boccia

Íslandsmót Íþróttafélags Fatlaðra og Aspar í einliðaleik í boccia var haldið helgina 9.-11. október í Laugardalshöll. Íþróttafélagið Ösp í Reykjavík fagnar 35 ára afmæli á árinu og hélt mótið að þessu sinni sem annars hefur alltaf verið haldið á landsbyggðinni. Vegna þessa voru keppendur talsvert fleiri en gengur og gerist en um 230 einstaklingar voru skráðir til leiks úr 15 aðildafélögum Íþróttasambands fatlaðra. Íþróttafélagið Ívar sendi sína fulltrúa til leiks og stóðu þeir sig með ágætum. Guðmundur Þórarinsson lenti í fjórða sæti í sínum flokki sem var besti árangur Ívars á mótinu.

 Hið árlega Fyrirtækjamót Ívars verður haldið sunnudaginn 1. nóvember klukkan 13:30 í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði. Fyrirtæki er hvött til þess að taka þátt og afla sér upplýsingar um mótið : http://www.hsv.is/ivar/forsida/Fyrirtaekjamot_Ivars_i_Boccia_2015/


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.