Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 22.10.2015 17:51:54 |
Fulltrúar ÍSÍ í heimsókn

Forseti ásamt framkvæmdarstjóra og skrifstofustjóra Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands komu vestur á firði í morgun. Þau Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍSÍ, og Halla Kjartansdóttir, skrifstofustjóri ÍSÍ, skoðuðu íþróttaaðstöðu á Ísafirði og í Bolungarvík. Markmið fulltrúa ÍSÍ er að skoða íþróttaaðstöðu flestra, ef ekki allra bæjarfélaga á landinu, og eiga þau eftir að klára að fara um Vestfirði ásamt Vesturlandi og Vestmannaeyjum.

Fulltrúar Bolungarvíkurkaupsstaðar þær Helga Svandís Helgadóttir, forseti bæjarstjórnar, Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, formaður bæjarráðs og Margrét Jómundsdóttir, bæjarfulltrúi, sátu hádegisverð með fulltrúum ÍSÍ á Hótel Ísafirði ásamt Jónasi Leifi Sigursteinssyni formanni U.M.F.B., fulltrúum Ísafjarðarbæjar og íþróttafélaga innan HSV.

Eftir hádegisverðinn var farið til Bolungarvíkur og íþróttamannvirkin hér í Víkinni skoðuð.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.