Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 10.3.2016 12:00:00 |
Hraustir Bolvíkingar

Unglingastig Grunnskóla Bolungarvíkur lagði land undir fót í vikunni þar sem keppnin í Skólahreysti fór fram í Mýrinni í Garðabæ þann 9. mars. Lið grunnskólans var skipað þeim Amonrat Phothiya sem keppti fyrir hönd skólans í armbeygjum og hreystigreip. Bernódus Sigurðsson keppti í dýfum og upphífingum og var það í höndum þeirra Emils Una Stefánssonar og Jónínu Arndísar Guðjónsdóttur að fara í gegnum hraðabrautina. Eins og í öllum öðrum góðum íþróttaliðum var liðið skipað frábærum varamönnum sem eru tilbúnir að stökkva inní æfingarnar ef svo ber undir en það voru þau Karolína Sif Benediktsdóttir og Oskar Baranski.

Í riðli Bolungarvíkurliðsins voru þrjú önnur lið. Ísfirðingar báru sigur úr bítum í riðlinum og tryggðu sér þátttöku í lokakeppninni, Vesturbyggð var í öðru sæti og Bolvíkingar í því þriðja, einu stigi á eftir Vesturbyggð. Það má því með sanni segja að krakkarnir hafi staðið sig með prýði í keppninni.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.