Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 10.5.2016 22:42:41 |
Fyrsta golfmót sumarsins framundan

Bolvískir kylfingar eru búnir að dusta rykið af golfkylfunum og farnir að spila golf af miklum krafti eftir gott  vetrarfrí. Fyrsta vikulega Samkaups-mót sumarsins verður á Syðridalsvelli miðvikudagskvöldið 11. maí kl 20.

 

Mótsgjald verður það sama og í fyrra eða kr. 300 og verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta í hverjum mánuði en einnig fyrir mesta heildarfjölda punkta eftir sumarið.

 

Kylfingar eru hvattir til að fjölmenna á Samkaupsmótið og sýni snilli sýna í golfinu.

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.