Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 14.5.2016 11:44:11 |
Heimaleikur hjá Vestra í dag

Knattspyrnulið Vestra tekur á móti Hetti frá Egilstöðum á Torfnesvelli kl. 14 í dag. Leikurinn er annar leikur Vestra, sem áður hét BÍ/Bolungarvík, í 2. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu en Vestra menn unnu fyrsta leik sinn gegn KF með þremur mörkum gegn engu á síðustu helgi.

 

Vestri þarf á dyggum stuðningi áhorfenda að halda til að tryggja áframhaldandi sigurgöngu sína í deildinni. Bolvíkingar og nærsveitungar hvattir til að fjölmenna á völlinn en eins og áður segir verður leikurinn á Torfnesvelli og hefst kl. 14.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.