Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 17.2.2017 17:49:23 |
Flottir fulltrúar

Stór hópur sundiðkennda sunddeildar UMFB á aldrinum 8-15 ára hélt föstudaginn 10. febrúar suður til Reykjavíkur á Gullmót KR sem haldið var í Laugardalslaug dagana 10.-12. febrúar.  Keppt var í 50 metra laug en það er um þrisvar sinnum lengri laug en sú sem er í Musteri vatns og vellíðunar hér í Bolungarvík.

 

Bolvísku sundkeppendurnir stóðu sig með mikilli prýði og stungu krakkarnir sér ekki til sunds án þess að bæta sína fyrri tíma um 1,2 til 20 sekúntur. Sigurgeir Guðmundur Elvarsson var fulltrúi Bolvíkinga á verðlaunapalli í 50 metra skriðsundi í hópi 12 ára og yngri þegar hann var með þriðja besta tímann í þeim flokki. Nokkrir náðu tímalágmörkum sem gefa þeim sæti til þátttöku á Aldursmeistaramóti Íslands sem haldið verður í júní 2017.

 

Góður andi var í hópi keppenda frá UMFB og sást greinilega að við eigum góða fulltrúa Bolungarvíkur í sundíþróttinni.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.