
Glæsilegur sigur í Skólahreysti

Á vef Grunnskóla Bolungarvíkur er greint frá því að skólinn fór með sigur af hólmi í Vestfjarða/Vesturlandsriðlinum í Skólahreysti 2017 í dag. Lið Bolungarvíkur sigraði allar einstaklingsgreinarnar og varð í öðru sæti í hraðakeppninni sem tryggði þeim sigurinn. Vala Karítas Guðbjartsdóttir sigraði í armbeygjum og hreystigripi, Flóki Hrafn Markan sigraði í upphýfingum og dýfum og Kristján Logi Guðbjarnason og Jónína Arndís Guðjónsdóttir (Ninna) urðu í öðru sæti í hraðakeppninni. Til vara í liði Grunnskóla Bolungarvíkur voru þau Aleksander Koszalka og Amonrat Phothia.
Vefur Grunnskóla Bolungarvíkur

Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020.
Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins.
Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.