Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 29.5.2017 11:52:20 |
Andri Rúnar sjóðheitur í Pepsi deildinni

Bolvíski knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur verið sjóðheitur með liði Grindavíkur í Pepsi deildinni það sem af er sumri. Í fyrstu 5 leikjunum hefur Andri Rúnar skorað 5 mörk, þar af eina þrennu í 3-2 sigri gegn Skagamönnum á dögunum. Í gærkvöldi skoraði Andri Rúnar svo eina mark leiksins í sætum sigri Grindvíkinga á Valsmönnum og kom hann þar með Grindavík í 3. sæti deildarinnar. Þess má geta að Andri Rúnar er nú einnig markahæsti maður deildarinnar ásamt Steven Lennon í FH en þeir hafa báðir skorað 5 mörk í 5 leikjum.

 

Rétt er að minna á að á vefnum visir.is stendur nú yfir kosning á leikmanni maí mánaðar og þar er Andri Rúnar einn þriggja sem tilnefndur er sem leikmaður maí mánaðar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Taka má þátt í kosningunni með því að smella á slóðina hér að neðan:

 

http://www.visir.is/g/2017170528944/kjostu-um-mark-og-leikmann-manadarins-i-mai


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.