Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 30.5.2017 13:08:50 |
Sunddeild UMFB vill ráða yfirsundþjálfara

Staða yfirsundþjálfara hjá sunddeild UMFB Bolungarvík er laus haustið 2017. Sunddeild UMFB hefur verið vaxandi síðustu ár og eru þar núna rúmlega 50 iðkendur. Þá er sundlaugin í Bolungarvík er með betri sundlaugum á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Þjálfun er í 5 hópum en með  möguleika á að hafa 4 hópa:

UMFB 5 er 1. bekkur

UMFB 4 er 2. og 3. bekkur

UMFB 3 er 4. bekkur

UMFB 2 er 5. og 6. bekkur

UMFB 1 er 7. bekkur og eldri

 

Í samstarfi við stjórn skipuleggur þjálfari sundmót, æfingaferðir og skemmtikvöld.

 

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun/ menntun á sviði íþróttafræða.

Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga og vera góð fyrirmynd.

 

Allar frekari upplýsingar má nálgast með því að hafa samband við Guðlaugu í s: 865-0101 eða senda tölvupóst á sundumfb@gmail.com


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.