Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 30.1.2018 14:20:54 |
Andri Rúnar er íþróttamaður ársins

Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason var útnefndur íþróttamaður ársins 2017 í Bolungarvík í hófi sem fræðslumála- og æskulýðsráð Bolungarvíkur hélt íþróttafólki til heiðurs siðastliðinn föstudag. 

Andri Rúnar náði framúrskarandi árangri á fótboltavellinum á síðastliðnu ári þar sem hann varð markakóngur efstu deildar og skoraði 19 mörk í 22 leikjum fyrir Grindavík og jafnaði þar með markametið í efstu deild. Hann var jafnframt valinn leikmaður ársins og hélt í byrjun þessa árs í atvinnumennsku til Svíþjóðar þar sem hann leikur með liði Helsingborgar. Í kjölfar þessa góða árangurs var Andri Rúnar valinn í íslenska landsliðið í knattspyrnu og lék á dögunum sína tvo fyrstu landsleiki við Indónesíu og skoraði í þeim eitt gullfallegt mark.

 

Aðrir sem tilnefndir voru til íþróttamanns ársins voru

Hugrún Embla Sigmundsdóttir fyrir hestaíþróttir, 
Ólafur Tryggvi Guðmundsson fyrir handbolta og 
Pétur Bjarnason fyrir knattspyrnu.

 

Fræðslumála- og æskulýðsráð veitti einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur og ástundun á síðasta ári og þær viðurkenningar hlutu 

Sigurgeir Guðmundur Elvarsson fyrir sund, 
Ingibjörg Anna Qi Skúladóttir fyrir sund, 
Eydís Birta Ingólfsdóttir fyrir sund, 
Guðmundur Þórarinsson fyrir boccia, 
Matthildur Benediktsdóttir fyrir boccia, 
Lamduan Seejaem fyrir golf, 
Inga Rós Georgsdóttir fyrir frumkvöldastarf í íþróttum og 
Helgi Pálsson fyrir frumkvöðlastarf í íþróttum.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.