

Bolvíski knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur verið valinn í landsliðshópinn sem fer til Katar í janúar en þá mun landslið Íslands í knattspyrnu spila tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð og Kúveit. Að þessu sinni er landsliðið aðallega skipað leikmönnum sem spila með félagsliðum á Norðurlöndum og á Íslandi.
Eric Hamrén þjálfari landsliðsins hefur þetta að segja um landsleikina sem eru framundan: ,,Við erum spenntir fyrir því að spila gegn erfiðum og áhugaverðum andstæðingum sem spila mismunandi gerð af knattspyrnu. Hópurinn hjá okkur er blanda af leikmönnum sem hefur mikla reynslu hjá okkur ásamt þeim sem hafa lítið komið við sögu. Það verður því gott að æfa við frábærar aðstæður."
Landslið Íslands verður skipað eftirtölum leikmönnum í leikjunum gegn Svíðþjóð og Kúveit í janúar:
Markmenn
Ingvar Jónsson
Frederik Schram
Anton Ari Einarsson
Varnarmenn
Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Hjörtur Hermannsson
Böðvar Böðvarsson
Adam Örn Arnarson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Davíð Kristján Ólafsson
Axel Óskar Andrésson
Miðjumenn
Arnór Smárason
Eggert Gunnþór Jónsson
Samúel Kári Friðjónsson
Guðmundur Þórarinsson
Aron Elís Þrándarson
Hilmar Árni Halldórsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Alex Þór Hauksson
Willum Þór Willumsson
Sóknarmenn
Óttar Magnús Karlsson
Kristján Flóki Finnbogason
Andri Rúnar Bjarnason
