Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Tilkynningar | 17.12.2014 21:58:41 |

Jólafundur Lionsklúbbs Bolungarvíkur sem var frestað fyrir viku vegna óveðurs verður haldinnn í Einarshúsi  fimmtudaginn 19. desember nk. og hefst  kl. 19:00.  

Gestur fundarins  verður rússneska listakonan Nina Ivanova, sem býr á Ísafirði. Ætlar hún m.a. að segja frá mun á daglegu lífi og jólahaldi í Sovétríkjunum, sem eitt sinn voru og Rússlandi nútímans.

Á boðstólum verður svínakjöt og risalamand á aðeins kr. 2.900.

Allir velkomnir, en þátttaka óskast áður tilkynnt í Einarshús í s. 456-7901.

 


Tilkynningar | 17.12.2014 21:54:19 |

Á morgun, fimmtudaginn 18. desember, kl 16:00 verður bókakynning í Bjarnabúð í Bolungarvík en þá mun Björgvin Bjarnason lesa upp úr bókinni "Skjóttu á tunglið maður" eftir Sigurvin Guðbjartssson og Finnbogi Hermannsson mun lesa upp úr og árita bók sína "Illur fengur". Eins og oft áður á aðventunni verður heitt á könnunni í Bjarnabúð á meðan á bókakynningunni stendur.


Tilkynningar | 17.12.2014 16:21:35 |

Í ár eru litlu jólin í Grunnskóla Bolungarvíkur með allt öðru sniði en áður. Föstudaginn 18. desember klukkan 17.00 fara nemendur og starfsfólk skólans í skrúðgöngu frá skólanum að Hvíta húsinu. Þar á að syngja þrjú lög og fara síðan að jólatrénu við félagsheimilið. Þar verður sungið og skemmt sér um stund.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

Hlíðarstræti 8 til sölu.

Húsið er 120 m2 og áfastur 23 m2 bílskúr sem er í dag herbergi og geymsla. Samtals 4 svefnherbergi. Einnig 6 m2 garðhús. Tilboð óskast. U. 8920854

Eldra efni
Tilkynningar | 10.12.2014 14:16:37
Tilkynningar | 10.12.2014 07:11:46
Tilkynningar | 9.12.2014 01:00:52
Tilkynningar | 6.12.2014 01:52:09
Tilkynningar | 3.12.2014 15:36:44
Tilkynningar | 3.12.2014 00:36:41
Tilkynningar | 28.11.2014 14:33:22
Tilkynningar | 25.11.2014 09:53:07
Tilkynningar | 11.11.2014 01:18:46
Tilkynningar | 9.11.2014 21:52:02
Tilkynningar | 4.11.2014 23:52:23
Tilkynningar | 30.10.2014 23:16:06
Tilkynningar | 15.10.2014 20:41:02
Tilkynningar | 14.10.2014 22:06:50
Tilkynningar | 14.10.2014 21:52:20
Tilkynningar | 14.10.2014 21:45:19
Næstu viðburðir
miðvikudagur, 24. desember 2014
Aftansöngur í Hólskirkju

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18.00.

fimmtudagur, 25. desember 2014
Hátíðarmessa á jóladag

Hátíðarmessa á jóladag kl. 14.00.

miðvikudagur, 31. desember 2014
Aftansöngur í Hólskirkju

Á gamlársdag kl. 18.00 verður aftansöngur í Hólskirkju.

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Þakkir til Bolvíkinga
2.6.2014 12:52:39

Ég vil fyrir hönd okkar nýkjörinna bæjarfulltrúa og alls þess fólks sem skipaði D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra, þakka góðan stuðning við okkur í kosningunum á ...

Smelltu til að skoða Spennandi tímar framundan
30.5.2014 23:37:44

Góðir Bolvíkingar !

Nú í lok kjörtímabilsins vil ég þakka bæjarbúum gott samstarf.  Kjörtímabilið hefur verið viðburðaríkt og við höfum á síðustu ...

Myndbandið
Nýleg virkni