Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Tilkynningar | 13.5.2016 00:20:15 |
Vorverkin hjá garðeigendum

Bolungarvíkurkaupstaður býður garðeigendum aðstoð í tengslum við vorverkin í garðinum.

 

Afklippur af trjám og runnum og annar garðaúrgangur verður fjarlægður garðaeigendum að kostnaðarlausu á eftirfarandi dögum:
 
◾ Þriðjudaginn 17. maí
◾ Mánudaginn 23. maí
◾ Mánudaginn 30. maí
◾ Mánudaginn 6. júní

 

Garðaúrgangur ætti að vera í pokum, en trjágreinar bundnar saman, og staðsettur þannig að hann sé vel aðgengilegur starfsmönnum.

 

Garðeigendur eru hvattir til að halda til haga þeim afklippum sem aðrir garðeigendur gætu nýtt sér til gróðursetningar.
 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.