Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Tilkynningar | 28.3.2017 12:51:12 |
Bréfberi óskast til starfa

Bolungarvíkurkaupstaður leitar að öflugum einstaklingi í 35% stöðu bréfbera sem fyrst við póstútburð í Bolungarvík.

 

Starfið felur í sér:

  • Póstútburð fimm daga vikunnar 
  • Afleysingu 

 

Í póstútburði er Bolungarvik skipt í tvö hverfi, efra og neðra, sem póstútburðamenn skipta með sér viku í senn. 

 

Gert er ráð fyrir að póstútburðamenn leysi hvern annan af í sumarfríi og tilfallandi fjarvistum.

 

Upplýsingar um starfið gefur Halla Signý á bæjarskrifstofunni í síma 450-7002 eða Matthildur í síma 450-7010.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.