Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Tilkynningar | 13.4.2018 23:48:13 |
Sjálfstæðismenn og óháðir birta framboðslista

Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið samþykktur. Listinn samanstendur annarsvegar af fólki úr Sjálfstæðisflokknum og hins vegar af einstaklingum sem starfa utan stjórnmálaflokka.

 

Í fyrsta sæti listans er Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur, önnur er Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, þriðja er Katrín Pálsdóttir, viðskiptastjóri, fjórði er Kristján Jón Guðmundsson, rekstrarstjóri, og í fimmta sæti listans er Birgir Örn Birgisson, rafvirki.

 

Framboðslisti "Sjálfstæðismanna og óháðra" í Bolungarvík er skipaður eftirtöldum einstaklingum:
 
1. Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur
2. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri
3. Katrín Pálsdóttir, viðskiptastjóri
4. Kristján Jón Guðmundsson, rekstrarstjóri
5. Birgir Örn Birgisson, rafvirki
6. Kristín Ósk Jónsdóttir, sálfræðinemi
7. Helga Svandís Helgadóttir, kennari
8. Einar Guðmundsson, skipstjóri
9. Oddur Andri Thomasson Ahrens, rekstrarstjóri
10. Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir, fjármála- og skrifstofustjóri
11. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur
12. Bjarki Einarsson, sjómaður
13. Hulda Birna Albertsdóttir, sérfræðingur
14. Jón Guðni Pétursson, skipstjóri


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.