Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 13.3.2008 | Baldur
Góð þátttaka í skólaskákmóti

Góð þátttaka var í skólaskákmót sem fram fór í Grunnskóla Bolungarvíkur í dag. Mótið var haldið í samstarfi við Taflfélag Bolungarvíkur og mættu um 20 manns til leiks. Keppt var í þremur aldursflokkum og urðu úrslitin eftirfarandi: Í elsta flokknum stóð Páll Sólmundur H Eydal uppi sem sigurvegari með 5 og 1/2 vinning, Wannawat Khiansanthia varð í öðru sæti með 4 og 1/2 vinning og Ingólfur Daði Guðvarðarson varð þriðji með 1 og 1/2 vinning. Í miðflokknum sem voru reyndar bara nemendur úr 4. bekk varð Ingibjörg Guðmundsdóttir hlutskörpust með 4 vinninga og í öðru sæti varð Lovísa Lýðsdóttir einnig með 4 vinninga en Ingibjörg vann í innbyrðis skák þeirra og í þriðja sæti varð svo Steinunn María H Eydal með 3 og 1/2 vinning. Í yngsta hópnum var það svo Alastair Kristinn Rendall sem hafnaði í 1. sæti, Mateusz Serwatko varð annar og Birnir Ringsted Haraldsson þriðji. Björgvin Bjarnason tók meðfylgjandi mynd frá skákmótinu auk mynda af verðlaunahöfum í hverjum aldursflokki sem sjá má með því að smella á ljósmyndatáknið hér að neðan.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.