Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 13.12.2008 | Ragna
Vestfirskt kvótasvindl í Bolungarvík

Vestfirska kvótasvindlið er borðspil sem Páll Emilson gaf út nú nýverið en hann gaf einnig út Einokunarspilið fyrir síðustu jól. Vestfirska kvótasvindlið hefur fengið fádæma góðar viðtökur og er selt í Hamraborg og Samkaup á Ísafirði en spilið er aðeins gefið út í 150 eintökum. Ríkur það út eins og heitar lummur að sögn Péturs Magnússonar sem  hjálpaði til við að gera spilið en sigurvegari spilsins verður kvótahæsti maðurinn á Vestfjörðum.

 

Pétur kom færandi hendi í Einarshús með vestfirska kvótasvindlið undir hendinni og færði húsinu það að gjöf. Bolvíkingar ættu að geta spreytt sig á kvótabraski ýmisskonar og tekið róðra á línubátum á leikborðinu þegar hentar því þeir einir fiska sem róa.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.