Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 3.2.2005 | bb.is
Íslensku tónlistarverðlaunin 2004: Mugison fékk fern verðlaun
Mugison, Samúel Jón Samúelsson og hljómsveitin Jagúar sópuðu til sín verðlaunum Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir árið 2004 voru veitt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Fengu Samúel og Jagúar verðlaun bæði fyrir popptónlist og jasstónlist og fór Jagúar m.a. með sigur af hólmi í flokknum dægurlagaflytjandi ársins. Mugison fékk verðlaun fyrir lag ársins og poppplötu ársins og hann var einnig valinn vinsælasti flytjandinn í símakosningu meðan á útsendingu frá verðlaunahátíðinni stóð í Sjónvarpinu. Þá fékk Mugison verðlaun fyrir besta plötuumslag ársins. Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, fékk tvenn verðlaun í flokki sígildrar tónistar. Hún var valin flytjandi ársins og plata hennar og Eddu Erlendsdóttur, píanóleikari, var valin plata ársins. Helga Ingólfsdóttir, semballeikari, fékk heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna. Ágúst Einarsson, prófessor, fékk hvatningarverðlaun Samtúns fyrir bókina Hagræn áhrif tónlistar og Barði Jóhannsson og Bang Gang fengu útflutningsverðlaun Loftbrúar Reykjavíkur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, tilkynnti á hátíðinni, að stuðningur Flugleiða við Loftbrú yrði tvöfaldaður á þessu ári og 1000 manns yrðu fluttir til landsins í tengslum við Airwaves tónlistarhátíðina í stað 500 áður. Verðlaunahafar voru eftirfarandi: Popp og rokkflokkur: Poppplata ársins Mugimama, Is This Monkeymusic? - Mugison Rokkplata ársins Hljóðlega af stað - Hjálmar Dægurtónlist, plata ársins Vetrarljóð - Ragnheiður Gröndal Söngvari ársins Páll Rósinkrans Söngkona ársins Ragnheiður Gröndal Flytjandi ársins Jagúar Lag ársins Mur Mur - Mugison Bjartasta vonin Hjálmar Sígild tónlist Tónverk ársins Sinfónía eftir Þórð Magnússon Plata ársins Verk fyrir selló og píanó - Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari spila tónverk eftir Enescu, Janacek, Kodaly og Martinu. Flytjandi ársins Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari Bjartasta vonin Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari Djassflokkur Plata ársins Dansaðu fíflið þitt dansaðu! - Sammi & Tómas R. Stórsveitin Jagúar Lag ársins Ástin eftir Tómas R. Einarsson og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur (Dansaðu fíflið þitt dansaðu) Flytjandi Samúel Jón Samúelsson og stórsveitin Jagúar Önnur verðlaun Umslag ársins Mugison - Mugimama, Is This Monkey Music? Myndband ársins Oceania - Björk Frétt tekin af bb.is
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.