Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Þú þarft Flash plugin til að sjá þennan banner!
Fréttir | 11.4.2014 13:34:04 |

Í Leikskólanum Glaðheimar er það hefð að á föstudögum gera starfsmenn og börn sér glaðann dag. Í dag var gulur dagur og klæddust því  börn og starfsfólk einhverju gulu í tilefni dagsins. Starfsmenn leikskólans klæddust allir eins bolum, gulum með áletruninni „Bið endalaus bið...“ en með þeirri áletrun benda þeir á þá löngu bið á niðurstöðu hvað varðar húsnæðismál skólans.
 

Nokkrir meðlimir Harmonikkufélags Ísafjarðar komu í heimsókn í leikskólann fyrir hádegi og varð því dagurinn ennþá skemmtilegri fyrir vikið. Allir starfsmenn og börn leikskólans sameinuðust í sal skólans við Hlíðarstræti. Harmonikkuspilið féll í góðan jarðveg barnanna, sem og starfsfólksins, sem sung og dönsuðu í takt við undirspil.

Það má því segja að það ...


Íþróttir | 11.4.2014 00:01:46 |

Nemendur Grunnskóla Bolungarvíkur stóðu sig með mikilli prýði í Skólahreysti en það er liðakeppni milli grunnskóla landsins en Vestfjarðariðillinn fór fram í Reykjavík fimmtudaginn 27. mars sl.. Nemendur GB stóðu sig með prýði á allan hátt hvort sem var í keppninni sjálfri, á pöllunum eða í ferðalaginu. Vegna óvissu um flug var tekið á það ráð að fara akandi á miðvikudeginum og síðan beint heim eftir keppnina. Nemendurnir voru nokkuð þreyttir þegar þeir mættu í skólann næsta dag en að sama skapi ákaflega ánægðir með ferðalagið og keppnina.

 

Í hverju liði í Skólahreysti eru tveir strákar og tvær stelpur en í keppnisliði GB voru Kristín Helga Hagbarðsdóttir, Eygló Inga Baldursdóttir, til vara Svanhildur Helgadóttir, Gunnar Már Jóhannsson, Guðfinnur Ragnar Jónhannsson, til vara Þórir Örn ...


Fréttir | 10.4.2014 11:55:50 | bolungarvik.is

Í dag 10. apríl eru 40 ár frá því að forseti Íslands staðfesti lög um kaupstaðarréttindi til handa Bolungarvíkurkaupstað.  Fyrsti fundur bæjarstjórnar Bolungarvíkur var svo haldinn laugardaginn 1. júní 1974 á skrifstofu sveitarstjóra í Ráðhúsinu.


Ólafur Kristjánsson var á þessum fyrsta fundi kosinn forseti bæjarstjórnar, en aðrir bæjarfulltrúar á fundinum voru Guðmundur B. Jónsson, Guðmundur Agnarsson, Hálfdán Einarsson, Guðmundur Magnússon, Kristín Magnúsdóttir og Valdimar L. Gíslason.


Á fundinum var samþykkt tillaga bæjarstjórnar um að ráða Guðmund Kristjánsson fráfarandi sveitarstjóra sem bæjarstjóra.  Jafnframt var nýkjörnu bæjarráði falið að semja samþykkt um stjórn bæjarmála Bolungarvíkurkaupstaðar og fundarsköp.


Bæjarstjórn Bolungarvíkur heldur ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Ótrúlegt úrval í Vélvirkjanum

Ótrúlegt úrval af vörum í verslun okkar að Aðalstræti 13-15. Verslunin er oft kölluð ótrúlega búðin. Vélvirkinn s/f verslun.

x64 tölvuþjónusta

Tölvuþjónustan x64 hefur opnað þjónustu sína á efstu hæð frystihússins í Bolungarvík. facebook.com/tolvurogtaekni

Eldra efni
Tilkynningar | 10.4.2014 11:53:52
Fréttir | 9.4.2014 19:25:46
Fréttir | 7.4.2014 22:28:01 | bb.is
Tilkynningar | 31.3.2014 15:32:43
Menning og mannlíf | 28.3.2014 18:43:48
Menning og mannlíf | 28.3.2014 11:40:43
Fréttir | 26.3.2014 10:37:43
Fréttir | 26.3.2014 08:24:31 | Morgunblaðið
Pistlar | 22.3.2014 12:06:41 | Trausti Hafliðason / Viðskiptablaðið
Fréttir | 21.3.2014 14:37:16
Fréttir | 20.3.2014 22:46:06
Nýfæddir Víkarar | 19.3.2014 21:31:20
Íþróttir | 19.3.2014 05:17:48
Menning og mannlíf | 18.3.2014 23:04:48
Tilkynningar | 18.3.2014 23:02:23
Tilkynningar | 13.3.2014 12:16:41
Næstu viðburðir
Í dag sunnudagur, 20. apríl 2014
Hátíðarmessa Páskadag.

Hátíðarmessa kl. 9:00 að morgni páskadags. Upprisu Jesú Krists fagnað. Allir velkomnir.

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Fjör á þorrablóti eldri borgara
Félag eldri borgara í Bolungarvík hélt sitt árvissa þorrablót í Safnaðarheimilinu 14. febrúar 2014. Boðið var upp á þorramat frá bræðrunum á Núpi og fjölmörg skemmtiatriði. Að borðhaldi loknu var stiginn dans við undirleik Benedikts Sigurðsson sem þandi nikkuna af mikilli lilst. Ljósmyndari ...

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Félagsfærni
20.1.2014 23:17:42

Félagsfærni (social skills) er hæfileikinn til að hafa góð og gagnleg samskipti við annað fólk.  Við tökum oft þessari færni okkar sem sjálfsögðum hlut án þess að gera okkur grein fyrir ...

Smelltu til að skoða Einbeittur brota- og gjafavilji sjávarútvegsráðherra
15.1.2014 18:00:20

Sjávarútvegsráðherra var um síðustu helgi gestur í sjónvarpsþættinum Sunnudagsmorgunn í Ríkisútvarpinu. Þar kom fram einbeittur vilji hans til þess að afhenda útgerðinni ...

Myndbandið
Nýleg virkni