Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 9.12.2019 16:36:30 |

Hin árlega aðventustund Kirkjukórs Bolungarvíkur var í Hólskirkju á annan sunnudag í aðventu líkt og löng hefð er fyrir.

 

Kirkjukór Bolungarvíkur söng undir stjórn Guðrúnar B. Magnúsdóttur og Halldóra Jónasdóttir leiddi sunnudagaskólabörn í helgileik. 

 

Árný Margrét Sævarsdóttir söng Nóttin var sú ágæt ein, en Árný Margrét lék og söng fyrir ferðamenn í kirkjunni í sumar. 

 

Steinunn Guðmundsdóttir flutti hugvekju og hafði margt að segja um kirkjusókn og sögu kirkjunnar en foreldrar hennar þau Helga Svana Ólafsdóttir og Guðmundur Hraunberg Egilsson unnu Hólskirkju og var Hraunberg lengi meðhjálpari.

 

Þá báru fermingarbörn ljósið í bæinn og sögðu sögu aðventukransins. 


Fréttir | 9.12.2019 09:55:31 |

Karlakórinn Ernir býður öllum á aðventutónleika kórsins í Bolungarvík miðvikudaginn 11. desember 2019.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og aðgangur er ókeypis!


Fréttir | 27.11.2019 15:10:14 |

Pétur Ernir Svavarsson og Karolína Sif Benediktsdóttir fluttu frumsamið lag sem heitir Æskujól í N4 Sjónvarpi á dögunum. Lagið er eftir Pétur Erni en textinn eftir þau bæði. 

 

Lagið er hluti af samnefndum jólatónleikum sem þau tvö ásamt Ara Ólafssyni standa fyrir á aðventunni.

 

„Meginþema okkar er fjölskyldan saman um jólin. Þetta eru tónleikar fjölskyldu og vina. Með ást og umhyggju fyrir hvort öðru búum við til okkar allra æskujól.“

 

Æskujól (Facebook.com)

 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 27.11.2019 08:52:28
Fréttir | 14.11.2019 16:13:32
Fréttir | 14.11.2019 09:36:03
Fréttir | 14.11.2019 08:18:51
Fréttir | 13.11.2019 15:59:19
Fréttir | 11.11.2019 15:33:14
Fréttir | 30.10.2019 13:28:12
Fréttir | 17.10.2019 08:35:32
Fréttir | 17.10.2019 08:30:59
Fréttir | 27.9.2019 09:29:40
Fréttir | 25.9.2019 14:52:58
Fréttir | 25.9.2019 14:45:03
Fréttir | 24.9.2019 10:28:24
Fréttir | 20.9.2019 10:55:48
Fréttir | 5.9.2019 09:49:13
Fréttir | 5.9.2019 09:01:19
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.