Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 9.10.2015 17:43:37 |

Ungmennafélag Bolungarvíkur og Íslandsbanki skrifuðu í morgun undir samstarfssamning til tveggja ára. Í áraraðir hefur Sparisjóður Bolungarvíkur verið helsti styrktaraðili UMFB en núna mun Íslandsbanki taka við keflinu og styðja við íþrótta- og ungmennastarf í Bolungarvík. Um leið og UMFB þakkar Íslandsbanka fyrir að taka vel á móti félaginu er vonast eftir að samstarfið eigi eftir að vera langt og farsælt.


Menning og mannlíf | 9.10.2015 08:55:53 |

Í september skipulagði starfsfólk leikskólans Glaðheima tvær útiskólavikur. Bangsadeild og Kisudeild var í útiskóla 14.-18. september og Lambhagi dagana 19.-23. september . Útiskólinn var skipulagður í tengslum við Dag íslenskrar náttúru sem var þann 16. september.

 

Markmið útiskólans er að efla útivist nemenda skólans, gera þá læsa á umhverfi sitt og gefa þeim tækifæri til að læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og auka tengsl þeirra við umhverfi sitt. Í útiskólanum eru nemendur sem og kennarar leikskólans vaktir til umhugsunar um þá möguleika sem finnast í nánasta umhverfi þeirra til leiks og náms. Starfsfólk leikskólans skipulagði útiskólavikuna og nýttu hugmyndir og lærdóm sinn eftir námskeið sem þeir sóttu í Brighton í maí í útikennslu. Leikskólinn Glaðheimar leggur mikla áherslu á ...


Íþróttir | 8.10.2015 18:09:51 |

Föstudaginn 9. október verður hin árlega íþróttahátíð Grunnskóla Bolungarvíkur haldin. Í ár verður hátíðin með breyttu sniði þar sem keppnin verður ekki háð á milli skóla eða bæjarfélaga heldur fara nöfn nemenda í 8.-10. bekk skólanna í einn pott og dregið verður í lið. Það skiptir því ekki máli hve stór unglingadeild hvers skóla er, allir geta verið með, óháð fjölda nemenda í hverjum skóla - gamlir "erkifjendur" geta því lent saman í liði og þurfa að berjast saman til sigurs.

 

Bæjarbúar eru hvattir til þess að leggja leið sína í Íþróttamiðstöðina Árbæ, velja sér lið og hvetja það til sigurs.

 

 Dagskrá Íþróttahátíð Grunnskóla Bolungarvíkur ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Vantar þig iðnaðarmann ?

Tek að allskonar verk tengd smíðavinnu Húsasmíði-sólpallasmíði-viðgerðir og fl. Finnbogi Bjarnason Húsasmiður Gsm.8639934

Eldra efni
Fréttir | 5.10.2015 16:19:13
Fréttir | 30.9.2015 17:00:00
Menning og mannlíf | 30.9.2015 10:17:38
Fréttir | 26.9.2015 17:12:27
Fréttir | 25.9.2015 11:39:35
Fréttir | 25.9.2015 07:00:00
Fréttir | 24.9.2015 14:35:07
Menning og mannlíf | 24.9.2015 14:02:24
Fréttir | 24.9.2015 09:07:32
Fréttir | 21.9.2015 23:07:32
Fréttir | 21.9.2015 09:37:08
Tilkynningar | 20.9.2015 14:15:05
Fréttir | 18.9.2015 18:20:06
Fréttir | 18.9.2015 15:51:47
Fréttir | 18.9.2015 10:52:42
Fréttir | 18.9.2015 07:00:00
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Gull í mund
30.4.2015 16:03:57

Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á fundi sínum í gær að auka opnun Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar og verður framvegis opið frá kl. 06:15 á morgnana virka ...

Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Myndbandið
Nýleg virkni