Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Tilkynningar | 13.4.2018 23:48:13 |

Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Bolungarvík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið samþykktur. Listinn samanstendur annarsvegar af fólki úr Sjálfstæðisflokknum og hins vegar af einstaklingum sem starfa utan stjórnmálaflokka.

 

Í fyrsta sæti listans er Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur, önnur er Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, þriðja er Katrín Pálsdóttir, viðskiptastjóri, fjórði er Kristján Jón Guðmundsson, rekstrarstjóri, og í fimmta sæti listans er Birgir Örn Birgisson, rafvirki.

 

Framboðslisti "Sjálfstæðismanna og óháðra" í Bolungarvík er skipaður eftirtöldum einstaklingum:
 
1. Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur
2. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri
3. ...


Fréttir | 10.4.2018 11:56:28 |

Þriðjudaginn 17. apríl kl. 19:30 fer fram opinn íbúafundur um fiskeldi í Félagsheimilinu í Bolungarvík. 

 

Allir íbúar Vestfjarða eru velkomnir. 

 

Á fundinum munu Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, fara yfir vinnu varðandi m.a. áhættumat erfðablöndunar, hvernig stofnunin hyggst haga þeirri vinnu og í kjölfarið taka við spurningum. 

 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun ávarpa fundinn.


Fréttir | 4.4.2018 09:32:18 |

Hér má sjá yfirlit yfir verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða á dögunum og stutta lýsingu á hverju verkefni. Þetta eru eingöngu verkefnisstyrkir sem tengjast með einhverjum hætti Bolungarvík. 

 

Stofn- og rekstrarstyrkir eru ekki með í þessari samantekt, en slíkir styrkir eru oftast veittir til menningarstofnana sem eru með samfellda starfsemi.

 

Menningarverkefni

 

Gæða og innviðaþróun í Ósvör
Menningararfur/Safnamál - Sjóminjasafnið Ósvör, Bolungarvík
Bæta þarf við upplýsingum um hvern grip með litlum sýningarskiltum með teikningum og upplýsingum um notkun gripsins á tveimur tungumálum. Auka þarf við innanhússlýsingu á safninu svo gestir sjái gripi betur. Betrumbæta þarf heimasíðu og upplýsingar þar ásamt því að gefa út ítarefnisbækling um gripi safnsins sem ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Nýfæddir Víkarar | 3.4.2018 15:39:50
Tilkynningar | 3.4.2018 15:24:30
Fréttir | 29.3.2018 13:49:04 | bb.is
Fréttir | 29.3.2018 10:07:00
Nýfæddir Víkarar | 20.3.2018 12:07:36
Tilkynningar | 19.3.2018 13:55:15
Fréttir | 14.3.2018 23:07:32 | bb.is
Menning og mannlíf | 14.3.2018 15:21:24 | bb.is
Menning og mannlíf | 13.3.2018 17:14:11
Fréttir | 13.3.2018 10:33:53
Fréttir | 6.3.2018 14:38:41
Fréttir | 2.3.2018 11:41:10
Fréttir | 1.3.2018 11:56:05
Fréttir | 28.2.2018 09:09:53
Menning og mannlíf | 21.2.2018 09:27:05
Víkari vikunnar | 16.2.2018 20:03:01
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.