Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.10.2016 17:32:06 |

Íþróttahátíð Grunnskóla Bolungarvíkur hefur verið haldin í  yfir 30 ár. Í ár eru nemendur frá Bolungarvík, Drangsnesi, Flateyri, Hólmavík, Ísafirði, Suðureyri, Súðavík  og Þingeyri að keppa. Það verður keppt í mörgum íþróttum þar á meðal dodgeball og bandý. Það eru auðvitað líka keppt í hefbundnum íþróttagreinum s.s. fótbolta, körfunbolta, sundi og sundblaki. Keppt er kvenna- og karlaflokkum. Hvert lið samanstendur af keppendum nokkurra skóla. Liðin bera heiti litanna, gulur, rauður, grænn og blár. Keppnin verður sett föstudaginn 21. október  kl. 10 í íþróttahúsinu og lýkur keppni um  18:30 . Lokapunktur Íþróttahátíðarinnar er svo balli um kvöldið.

 

Flestar greinar eru í íþróttahúsinu en skák, spurningarkeppnin og borðtennis er í skólahúsinu. ...


Menning og mannlíf | 12.10.2016 22:47:30 |

Þórhallur Sigurðsson eða Laddi hefur í gegnum tíðina verið okkar ástsælasti skemmtikraftur. Hann hefur gefið okkur fjöldan allan af persónum sem við höfum fengið að njóta og elska, hann hefur samið og flutt mörg af þekktustu lögum íslenskrar tónlistarsögu og komið fram í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Nú er tækifærið að hitta Ladda í návígi, skyggnast á bak við grímuna og heyra hann segja frá ferlinum. Hann mun koma fram ásamt undirleikaranum Hirti Howser, fara yfir persónurnar og lögin, segja frá tilurð þeirra og segja sögurnar sem fæstir hafa heyrt frá honum sjálfum.
Sýningin verður laugardaginn 15. okt. og byrjar kl 21:00 en húsið opnar kl 20:00.

Miðaverð kr 3.900 við hurð en kr 2.900 í forsölu í Einarshúsi frá 12:00 á hádegi til kl 20:00 á laugardeginum þann 15. okt.


Fréttir | 21.9.2016 16:37:06 |

Nú er haustið gengið í garð og veturinn nálgast með tilheyrandi lægðagangi, hvössum vindi og úrkomu.

 

Umhverfismálaráð Bolungarvíkur hvetur stjórnendur fyrirtækja og íbúa í Bolungarvík að huga vel að fasteignum sínum og búa þær undir komandi haust- og vetrarveður. 

 

Einnig að ganga vel frá öllum lausamunum á lóðum, festa þá, koma í öruggt skjól eða farga þeim á viðurkenndan hátt í gámastöðinni við áhaldahús bæjarins. Þetta á við hluti eins og fiskikör, sorpkassa og tunnur, trampolín, tjaldvagna og annað sem fokhætta gæti stafað af. 

 

Ráðið vill benda á að eigandi eða umráðamaður húseignar er ábyrgur fyrir öllu því tjóni sem af henni getur stafað vegna foks sem og lausamuna henni tilheyrandi.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Óska eftir

Óska eftir íbúð helst með húsgögnum til leigu í 1-2 mánuði. Vinsamlegast hafið samband í síma 8466383

Eldra efni
Fréttir | 21.9.2016 11:25:36
Fréttir | 19.9.2016 07:30:00
Fréttir | 16.9.2016 12:04:50
Nýfæddir Víkarar | 12.9.2016 17:02:56
Menning og mannlíf | 8.9.2016 12:57:12
Fréttir | 5.9.2016 15:45:04
Fréttir | 5.9.2016 13:24:18
Nýfæddir Víkarar | 5.9.2016 13:15:53
Fréttir | 30.8.2016 16:14:15
Fréttir | 17.8.2016 14:49:42
Fréttir | 16.8.2016 09:51:22
Nýfæddir Víkarar | 15.8.2016 22:51:57
Fréttir | 11.8.2016 10:12:56
Fréttir | 10.8.2016 14:28:35
Fréttir | 10.8.2016 13:52:57
Fréttir | 8.8.2016 13:51:00
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Hvað skal kjósa? Opið bréf til frambjóðenda
20.10.2016 17:24:40

Ágæti frambjóðandi

 

Nú styttist óðum í kjördag og kosningaloforðin þeytast fram á völlinn sem aldrei fyrr. Umræðan virðist snúast að stóru leyti um hver geti ...

Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Myndbandið
Nýleg virkni