Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 30.7.2018 13:57:57 |

Skemmtilegasta og drullugasta fótboltamót sem haldið er í heiminum er í Bolungarvík um verslunarmannahelgina 2018. 

 

Upplifðu einstaka stemningu sem myndast alltaf við mótið. Mýrarbolti, drullu gaman.

 

Föstudagur
DJ Baldur Smári

 

Laugardagur 
Daði Freyr og DJ Baldur Smári

 

Sunnudagur 
Jói Pé & Króli

 

Miðaverð 3.000 kr. á stök böll, ball-armband fyrir öll böllin 6.000 kr. Sala í Einarshúsi frá hádegin föstudag. Öll böll eru kl. 23-03.

 

Hlökkum til að sjá þig!


Fréttir | 24.7.2018 09:00:02 |

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar í Bolungarvík. 

 

Starfið skiptist í 80% starf í vaktavinnufyrirkomulagi og 20% stjórnunarstarf.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

 

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar Árbæjar heyrir undir bæjarstjóra. 

 

Helstu verkefni

  • Yfirstjórn daglegrar starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar
  • Fara að lögum, almennum verklagsreglum og reglugerðum sem um starfsemina gilda eða fyrirmælum bæjarstjóra þegar við á
  • Ábyrgð á umgengni um eignir íþróttamiðstöðvarinnar og skynsamlega nýtingu þeirra
  • Skrásetning og sýnataka úr laugum ásamt mælaálestri
  • Eftirlit með tækjum og ...

Fréttir | 20.7.2018 15:34:41 |

Ný stuttmynd um Óshlíðina eftir Söruh Thomas og Jon Randall frumsýnd. 

 

Viðtöl, fróðleikur, söngur og fagrar myndir. Kvikmyndin er með ensku og íslensku tali og enskum skjátexta og sýningartími er 30 mínútur. 

 

Sýningar

  • Sunnudaginn 22. júlí kl. 20 á Óseyrarhlíðinni í fyrsta vegskálanum Ísafjarðar megin
  • Mánudaginn 23. júlí kl. 20 í Edinborgarsal Edinborgarhúsins á Ísafirði

 

Vegna sýningar í vegskála þá eru gestir beðnir um að leggja bílum í Hnífsdal eða á Skarfaskeri eða í versta falli í Seljadal og gangið eða hjólið síðasta spölinn að vegskálanum.

 

Miðaverð er 1.000 kr. í reiðufé.

 

DVD er til sölu. 

 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Tilkynningar | 20.7.2018 15:06:11
Fréttir | 18.7.2018 11:21:24
Fréttir | 4.7.2018 15:58:24
Fréttir | 4.7.2018 15:17:42
Fréttir | 2.7.2018 12:17:15
Fréttir | 11.6.2018 13:52:27
Fréttir | 6.6.2018 14:37:20
Fréttir | 4.6.2018 16:17:22
Fréttir | 4.6.2018 16:07:13
Fréttir | 31.5.2018 08:35:16
Fréttir | 29.5.2018 10:22:49
Fréttir | 29.5.2018 10:09:59
Fréttir | 29.5.2018 10:06:54
Fréttir | 28.5.2018 11:31:19
Fréttir | 22.5.2018 14:01:38
Fréttir | 15.5.2018 10:37:03
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.