Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 6.4.2020 18:10:21 |

Rauði krossinn í Bolungarvík kallar eftir sjálfboðaliðum til aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem eru í sóttkví eða einangrun í Bolungarvík.

 

Hlutverk sjálfboðaliða er að fara með mat til fólks og útvega símavin sem hringir daglega. Þeir sem hafa tök á hafi samband og láti vita af sér.

 

Búast má við að beiðnir taki að berast um aðstoð vegna Covid-19 í Bolungarvík. Fólk hefur verið að smitast á okkar svæði og nú þegar hefur álagið aukist á öll kerfi samfélagsins og hætta er á að fólk einangrist. Í okkar samfélagi er fámennið að vinna með okkur þar sem maður þekkir mann og hver lætur sig varða um náungann.

 

Við í Rauða krossinum hugum að þeim sem eru án tengslanets og eru í viðkvæmri stöðu. Beiðnir til okkar eiga að berast gegnum Hjálparsíma ...


Fréttir | 1.4.2020 18:40:18 |

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra ákveðið að bregðast við Covid-19 smiti í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði með hertum aðgerðum, eins og hér greinir:

 

Ponizej po Polsku
English below

 

Leik- og grunnskólum í Bolungarvík og á Ísafirði verði lokað frá og með morgundeginum 2. apríl 2020. Þó skulu börn á forgangslistum fá vistun á leikskólum og 1. og 2. bekkjum grunnskóla.

 

Samkomubann verði miðað við fimm manns (þetta á þó ekki við um fjölskyldur sem búa á sama heimili).

 

Fjöldi viðskiptavina í stærri verslunum (>150 fermetrar) sé að hámarki 30 á hverjum tíma.

 

Hvatt er til þess að fólk haldi sig heima, haldi samskiptafjarlægð, ...


Fréttir | 1.4.2020 10:32:24 |

Almennt sorp þarf að vera í lokuðum pokum.

 

Ekki má yfirfylla tunnur. 

 

Þetta er gert svo að starfsmenn þurfi ekki að snerta ruslapoka við sorphirðu

 

Smitaðir einstaklingar þurfa að gæta þess að snýtibréf fari í vel lokuðum pokum í tunnu fyrir almennt sorp. 

 

Það sorp sem ekki kemst fyrir í tunnum verða íbúar sjálfir að skila á gámasvæði sveitarfélaga. 

 

Þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að minnka líkur á að starfsmenn sem vinna við söfnun og móttöku úrgangs smitist við að handleika úrgang.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Íbúð óskast.

Óska eftir stúdíó eða 2 herb íbúð frá 1 maí til 1 sept. Gott væri ef einhver húsgögn fylgdu með. Uppl í síma 8658093 eða lbrynjarsson@gmail.com

Eldra efni
Fréttir | 1.4.2020
Fréttir | 25.3.2020 14:40:37
Fréttir | 12.3.2020 11:57:19
Fréttir | 11.3.2020 15:01:46
Fréttir | 9.3.2020 14:30:00
Fréttir | 2.3.2020 13:39:42
Fréttir | 13.2.2020 10:23:56
Fréttir | 13.2.2020 08:34:33
Fréttir | 12.2.2020 14:22:56
Fréttir | 7.2.2020 11:36:13
Fréttir | 31.1.2020 10:35:20
Fréttir | 29.1.2020 11:48:21
Fréttir | 20.1.2020 13:55:47
Fréttir | 12.12.2019 15:09:22
Fréttir | 9.12.2019 16:36:30
Fréttir | 9.12.2019 09:55:31
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.