Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 21.2.2018 09:27:05 |

Árshátíð Grunnskóla Bolungarvíkur fer fram á morgun, fimmtudaginn 22. febrúar kl: 17:15 í Félagsheimili Bolungarvíkur. Þema árshátíðarinnar er Stuðmannamyndin "Með allt á hreinu..." og er fullvíst að tónlist Stuðmanna og Grýlanna mun óma um félagsheimilið og gleðja árshátíðargesti. 

 

Aðganseyrir er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn yngri en 16 ára. Nemendur í 1. - 6. bekk Grunnskóla Bolungarvíkur borga þó ekki inn. Veitingar verða seldar á staðnum og verður boðið upp á hagstæð pizzu-tilboð sem afgreidd verða í hléi.

 

Bolvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á árshátíð GB og njóta veglegra skemmtiatriða nemenda grunnskólans.


Víkari vikunnar | 16.2.2018 20:03:01 |

Víkari vikunnar hefur nú göngu sína á ný eftir nokkurt hlé. Bolvíkingar þekkja flestir vel til Laddawan Dagbjartsson eða Da eins og hún er ætíð kölluð.

 

Laddawan flutti til Bolungarvíkur 20. nóvember 1997 og hefur allt frá þeim degi setti mark sitt á lífið í Bolungarvík. Þegar hún flutti til Bolungarvík með eiginmanni sínum Ómari Dagbjartssyni hafði hún starfað sem íþróttaþjálfari í heimalandi sínu, Tælandi, og var það hennar fyrsta hugsun að nýta menntun sína og hæfileika á nýja staðnum. Þó það þyki sjálfsagt mál að ná sér í menntun á Íslandi þá segir Laddawan að þannig sé það ekki í Tælandi. Þar er það eftirsóknarvert að ná sér í menntun og hún hafi ekki getað hugsað sér annað en að nýta þá menntun sem ...


Fréttir | 16.2.2018 11:27:28 | mbl.is

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur óskað eft­ir því að boðað verði til sér­staks fund­ar í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is um stöðu minni út­gerða og áhrif hækk­un­ar veiðigjalda á rekstr­ar­stöðu þeirra. Þetta kem­ur fram í bréfi sem Halla Signý hef­ur sent til for­manns og vara­for­manns nefnd­ar­inn­ar en þar seg­ir:

 

„For­sag­an er sú að veiðigjöld­in marg­földuðust á sl. ári og nú þegar hafa ein­hver út­gerðarfyr­ir­tæki gef­ist upp og nokk­ur eru að hugsa sér til hreyf­ings. Sú reikni­regla sem viðgengst kem­ur illa niður í því ár­ferði sem núna er hjá bol­fisk­fyr­ir­tækj­um. Reikni­regl­an miðast við af­komu ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 15.2.2018 13:00:52
Fréttir | 15.2.2018 09:43:41
Fréttir | 12.2.2018 08:06:20
Menning og mannlíf | 9.2.2018 21:05:32
Menning og mannlíf | 9.2.2018 12:37:48
Fréttir | 7.2.2018 14:29:17
Tilkynningar | 7.2.2018 13:42:31
Fréttir | 1.2.2018 14:14:12
Fréttir | 1.2.2018 13:28:09
Menning og mannlíf | 1.2.2018 10:28:07
Íþróttir | 30.1.2018 14:20:54
Menning og mannlíf | 30.1.2018 14:02:04
Fréttir | 15.12.2017 15:13:24
Fréttir | 15.12.2017 10:28:30 | bb.is
Fréttir | 14.12.2017 09:02:09
Pistlar | 13.12.2017 16:55:00 | Baldur Smári Einarsson
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar