Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 20.4.2015 22:56:10 |

Inga Rós Georgsdóttir, nemi við Háskóla Íslands, biðlar til Bolvíkinga um ljósmyndir af möskum í þeim tilgangi að setja í BA-ritgerð sína í þjóðfræði um maskana í Bolungarvík: „Mig langar til að glæða ritgerðina lífi og til þess væri frábært að fá ljósmyndir af möskum til að setja í ritgerðina. Myndirnar mega vera frá því í ár og alveg lengst aftur í tímann.“

Inga Rós getur tekið á móti ljósmyndum í gegnum netfangið irg20@hi.is
Þeir sem vilja geta einnig komið ljósmyndunum til Ingu Rós þar sem hún getur skannað þær inní tölvu.


Tilkynningar | 20.4.2015 21:00:00 |

Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við Grunnskóla Bolungarvíkur

Þroskaþjálfi 100% staða

Kennari á unglingastigi 100% staða

Umsjónarkennari á yngsta stigi 100% staða

Íþróttakennari 100% staða

Smíðakennari  50 % staða

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2015. Umsóknir skulu sendar til skólastjóra á netfangið steinunng@bolungarvik.is. Allar nánari upplýsingar veitir Steinunn Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 456 7249 og/eða í gegnum tölvupóstfangið steinunng@bolungarvik.is

Í Grunnskóla Bolungarvíkur eru 125 nemendur í  1. – 10. bekk. Samkennsla er í 4. og 5. bekk og mikil samvinna á unglingastigi.


Nýfæddir Víkarar | 20.4.2015 18:25:45 |

Föstudaginn 17. apríl fæddist nýr Bolvíkingur á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þar var um að ræða stúllku sem var 52 cm á lengd og 3760 grömm að þyngd. Foreldrar stúlkunnar eru þau Arndís Aðalbjörg Finnbogadóttir og Sigurður Friðgeir Friðriksson. Ljósmóðirin sem tók á móti stúlkunni var Erla Rún Sigurjónsdóttir.

 

Frá þessu er greint á nýburasíðu Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Veistu um nýfædda Víkara sem ættu heima á þessum vef? Ef svo er, máttu senda mynd og tilheyrandi upplýsingar á vikari@vikari.is


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Fréttir | 16.4.2015 15:22:30
Fréttir | 16.4.2015 11:53:09
Fréttir | 16.4.2015 10:57:18
Menning og mannlíf | 13.4.2015 21:34:36 | Morgunblaðið
Fréttir | 12.4.2015 16:10:22
Menning og mannlíf | 9.4.2015 12:18:46
Menning og mannlíf | 29.3.2015 09:58:30
Fréttir | 29.3.2015 09:29:09
Fréttir | 27.3.2015 16:01:43
Tilkynningar | 27.3.2015 14:00:00
Fréttir | 26.3.2015 15:00:00
Fréttir | 26.3.2015 13:00:00
Fréttir | 25.3.2015 22:52:44
Tilkynningar | 25.3.2015 22:42:28
Fréttir | 25.3.2015 22:27:59
Fréttir | 20.3.2015 17:01:33
Næstu viðburðir
föstudagur, 1. maí 2015
Spilavist í Einarshúsi

Lokakvöld í þriggja kvölda keppni hefst kl. 21:00

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni