Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Menning og mannlíf | 29.3.2015 09:58:30 |

Opið verður alla páskana í Einarshúsi frá 11-18 og ætlar hinn nýráðni Eyvndur Atli að bjóða upp á hinar fínustu trakteringar. Ilmandi sjávarréttasúpa verður í pottinum en auk þess verður hægt að fá borgara og kjúklingasalat í bland við gómsætt kaffibakkelsi og brauðmeti af ýmsu tagi.

Gestir geta virt fyrir sér sýninguna í kjallara hússins sem var sett upp sl. haust og skoðað þær breytingar sem átt hafa sér stað í kjallaranum í vetur en búið er að útbúa tvö herbergi þar sem áður var bar og koníaksstofa. Stefnt er að því að setja þar upp lítinn bar svo hægt verði að halda pöbbatemningunni þegar það á við og bjóða uppá litla viðburði endrum og eins.

Stefnt er að húsið opni fyrir sumartraffík þann 1. maí næstkomandi.

 


Fréttir | 29.3.2015 09:29:09 |

Að venju verður góður opnunartími í Sundlaug Bolungarvíkur í Dymbilviku og yfir páskahátíðina. Þannig verður opið frá kl. 7:00 að morgni til kl. 21:00 að kvöldi mánudaginn 30. mars, þriðjudaginn 31. mars og miðvikudaginn 1. apríl en frá skírdegi 2 apríl og fram á annan dag páska 6. apríl verður opið frá kl. 10:00 til kl. 18:00.

 

Sauna er einnig opið þessa daga fyrir gesti í sundlaug, nema laugardaginn fyrir páska þá er sauna opið sérstaklega fyrir konur  frá kl. 13:00 til kl. 15:30 og fyrir karla  frá kl 15:30 til kl. 18:00.

 

Eins og flestir vita er Sundlaug Bolungarvíkur afar vinsæl yfir páskahátíðina enda er sundlaugin búin frábærum sundlaugargarði með heitum pottum, vaðlaug og vatnsrennibraut auk þess sem alltaf er heitt á könnunni hjá starfsmönnum Musteris vatns og vellíðunar í Bolungarvík.


Fréttir | 27.3.2015 16:01:43 |

Bolvíski línubáturinn Hálfdán Einarsson ÍS-128 kom með metafla að landi í Bolungarvík í gærkvöldi en eftir endurvigtun var niðurstaðan 27,4 tonn og var aflinn nær eingöngu steinbítur sem fékkst út af Horni. Líklega er um að ræða Íslandsmet í afla í einni veiðiferð hjá báti af þessari stærð en Hálfdán Einarsson ÍS er 30 brúttótonna krókaaflamarksbátur. Fyrra met átti Bíldsey SH sem kom með 26,3 tonn að landi í ágúst 2013. Hálfdán Einarsson ÍS er gerður út af Völusteini ehf í Bolungarvík og skipstjóri á bátnum er Björn Elías Halldórsson en aðrir í áhöfninni eru Guðbjarni Karlsson og Birgir Loftur Bjarnason.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Tilkynningar | 27.3.2015 14:00:00
Fréttir | 26.3.2015 15:00:00
Fréttir | 26.3.2015 13:00:00
Fréttir | 25.3.2015 22:52:44
Tilkynningar | 25.3.2015 22:42:28
Fréttir | 25.3.2015 22:27:59
Fréttir | 20.3.2015 17:01:33
Fréttir | 18.3.2015 22:26:50
Fréttir | 18.3.2015 17:16:45
Tilkynningar | 13.3.2015 09:38:09 | Bolungarvik.is
Menning og mannlíf | 13.3.2015 09:35:57
Íþróttir | 6.3.2015 19:13:09
Menning og mannlíf | 5.3.2015 17:28:11
Menning og mannlíf | 25.2.2015 11:25:20
Tilkynningar | 21.2.2015 11:41:37 | bolungarvik.is
Tilkynningar | 20.2.2015 13:24:45 | bolungarvik.is
Næstu viðburðir
Í dag sunnudagur, 29. mars 2015
Uppskeruhátíð sunnudagaskólanna í Hólskirkju.

Á pálmasunnudag, 29. mars, verður haldin uppskeruhátíð sunnudagaskólanna. Þá koma saman allir sunnudagaskólarnir á svæðinu og sameinast í söng og leik. Eftir stundina í kirkjunni verður boðið upp á pylsur og djús í safnaðarheimilinu. Allir eru velkomnir. Eldri borgarar sérstaklega hvattir til að mæta!

fimmtudagur, 2. apríl 2015
Fermingarmessa á skírdag kl.11:00.

Fermingarmessa á skírdag kl. 11:00. Fermd verða: Karolína Sif Benediktsdóttir, Kristinn Hallur Arnarsson og Kristjana Berglind Finnbogadóttir.

sunnudagur, 5. apríl 2015
Árdegispáskaguðsþjónusta í Hólskirkju

Páskaguðsþjónusta í Hólskirkju kl. 9 á páskadagsmorgun. Komum saman í helgidómnum á þessum lífsins sigurdegi, mesta hátíðardegi kristinna manna.

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni