Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 7.12.2018 15:44:51 |

Haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli í sal Ráðhúss Bolungarvíkur 1. desember 2018.

 

Fjölmennt var í afmælinu og góður andi. Leikskólabörn fluttu lagið Eldgamla Ísafold og Alexandra Jóhannsdóttir og Íris Embla Stefánsdóttir úr grunnskólanum fóru með ljóð. Sönghópur söngnemenda Tónlistarskólans koma fram og einsöngvari var Karólína Mist Stefánsdóttir. 

 

Einnig gerðu leikskólabörninn fánann sem fylgir hér með og grunnskólabörn og -unglingar gerðu myndir í tilefni dagsins. 

 

Þau Kristín Magnúsdóttir og Valdimar Lúðvík Gíslason voru viðstödd en þau sátu bæði í fyrstu bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar og búa bæði í Bolungarvík. 

 

Í dag eru um 70 Íslendingar á lífi fæddir ...


Fréttir | 29.11.2018 11:44:59 |

Bolungarvíkurkaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið „Sorphirða og förgun“.

 

Samningstímabil útboðsins er 1. janúar 2019-31. desember 2022.

 

Útboðsgögn verða afhent gegn því senda tölvupóst á netfangið finnbogi@bolungarvik.is frá og með þriðjudeginum 4. desember 2018.


Tilboðum skal skila til tæknideildar Bolungarvíkurkaupstaðar Aðalstræti 10-12, 415 Bolungarvík, eða á rafrænu formi á netfangið finnbogi@bolungarvik.is fyrir kl. 11:00 þriðjudaginn 18. desember 2018, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


Fréttir | 23.11.2018 19:32:40 |

UMFB býður kynningu á skylmingum laugardaginn 24. nóvember 2018 kl. 13:20-14:40 í Íþróttamiðstöðinni Árbæ.

 

Kynningin er fyrir börn frá 10 ára aldri. Foreldrar eru líka hvattir til að koma og kynna sér íþróttina.

 

Arnar Sigurðsson, fyrrum keppandi í skylmingum, mun sjá um kynninguna og verður hann með nokkur sett af búnaði fyrir fólk til að prófa undir leiðsögn hans. 

 

Ekkert gjald er tekið fyrir kynninguna.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 20.11.2018 09:21:14
Tilkynningar | 13.11.2018 11:20:24
Fréttir | 31.10.2018 14:20:15
Fréttir | 25.10.2018 11:50:42
Fréttir | 22.10.2018 09:14:28
Fréttir | 15.10.2018 10:37:14
Fréttir | 1.10.2018 11:18:14
Fréttir | 26.9.2018 08:51:20
Fréttir | 25.9.2018 16:54:27
Fréttir | 25.9.2018 16:39:13
Fréttir | 25.9.2018 09:34:12
Fréttir | 20.9.2018 09:03:16
Fréttir | 19.9.2018 13:22:58
Fréttir | 18.9.2018 13:51:59
Fréttir | 13.9.2018 15:06:12
Fréttir | 10.9.2018 10:34:55
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.