Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Íþróttir | 31.1.2015 11:42:27 |

Hestamaðurinn Bragi Björgmundsson var útnefndur íþróttamaður ársins 2014 í Bolungarvík á árlegu hófi sem haldið var í Félagsheimili Bolungarvíkur í gær. Bragi hefur stundað hestamennsku af mikilli fagmennsku í áratugi og eru prúðmennska og samviskusemi einkunnarorð sem samferðamenn velja honum.

 

Bragi, sem nú er kominn á áttræðisaldur, gerði sér lítið fyrir og varð í 1. sæti í bæði A og B flokki gæðinga og var kjörinn knapi mótsins á félagsmóti Storms á Söndum í Dýrafirði sl. sumar. Vert er að geta þess að keppni hestamennsku er að því leiti sérstök að knapinn stendur einn að þjálfun sinni og hestsins og þarf að sýna mikinn aga og eljusemi.

 

Að þessu sinni voru fjórir íþróttamenn tilnefndir til íþróttamanns ársins í Bolungarvík. Auk Braga voru ...


Menning og mannlíf | 31.1.2015 07:57:56 |

Fyrri undankeppni fyrir Söngvakeppni Ríkissjónvarpsins fer fram í kvöld, laugardagskvöld. Við Bolvíkingar eigum þar fulltrúa en Ásta Björg Björgvinsdóttir er bjó á Hanhólli er á meðal þátttakenda. Í fyrra tók Ásta Björg einnig þátt í undankeppninni í samstarfi við vinkonu sína Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur með lagið Eftir eitt lag í flutningi Gretu Salóme Samúelsdóttur.
Í ár sendir Ásta Björg inn lagið Þú leita líka að mér sem flutt er af hljómsveitinni Hinemoa, texti lagsins er eftir Bergrúnu Írisi.

 

Hljómsveitin Hinemoa var stofnuð árið 2014 og er skipuð þeim Ástu Björg, Rakel Pálsdóttur, Gísla Pál Karlssyni, Kristofer Nökkva Sigurðssyni, Sindra Magnússyni og Regínu Lilju Magnúsdóttur.

 

Um lagið segir Ásta: „Lagið var samið fyrir þó nokkru ...


Íþróttir | 27.1.2015 16:44:18 |

Fjórir einstaklingar eru tilnefndir til íþróttamanns ársins 2014 í Bolungarvík. Að þessu sinni hlýtur Bragi Björgmundssson tilnefningu fyrir hestaíþróttir, Jón Egill Guðmundsson fyrir skíðaíþróttir, Nikulás Jónsson fyrir knattspyrnu og Stefan Kristinn Sigurgeirsson fyrir sund.

 

Næstkomandi föstudag þann 30. janúar verður hóf til heiðurs íþróttamanni ársins 2014 í Bolungarvík haldið í Félagsheimili Bolungarvíkur. Þar verður íþróttamaður ársins útnefndru auk þess sem veittar verða viðurkenningar fyrir góðan árangur og ástundun í íþróttum.

 

Allir bæjarbúar eru boðnir velkomnir á hófið sem hefst hefst kl. 17:00 og samfagna þeim sem hljóta viðurkenningar.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Eldra efni
Tilkynningar | 27.1.2015 00:21:25
Íþróttir | 26.1.2015 23:24:06
Tilkynningar | 22.1.2015 17:58:24
Fréttir | 20.1.2015 13:11:35 | bolungarvik.is
Tilkynningar | 20.1.2015 12:59:36
Tilkynningar | 16.1.2015 12:37:29
Menning og mannlíf | 15.1.2015 23:11:49
Nýfæddir Víkarar | 11.1.2015 18:08:50
Menning og mannlíf | 9.1.2015 14:29:37
Fréttir | 8.1.2015 12:31:10 | bb.is
Fréttir | 8.1.2015 11:59:29
Tilkynningar | 6.1.2015 15:03:58
Menning og mannlíf | 6.1.2015 09:00:00
Fréttir | 31.12.2014 12:40:19
Tilkynningar | 30.12.2014 17:41:11
Fréttir | 30.12.2014 00:14:44
Næstu viðburðir
Í dag laugardagur, 31. janúar 2015
50 ára afmæli kvennadeildar slysavarnarfélagsins

Kvennadeild slysavarnafélagsins Landsbjargar í Bolungavík fagnar fimmtíu ára afmæli 31. janúar.

 

Deildin var stofnuð 31. janúar 1965 og var fyrsti formaður hennar Ásgerður Hauksdóttir.

 

Deildin er afar þakklát öllum þeim fjölmörgu sem hafa styrkt hana í gegnum tíðina og ætlar í tilefni afmælisins að bjóða upp á kaffi og samveru í húsi félagsins á afmælisdaginn frá kl. 14:00-17:00.

Í dag laugardagur, 31. janúar 2015
Þorrablót Bolvíkingafélagsins 2015

Þorrablót Bolvíkingafélagsins verður haldið laugardaginn 31. janúar á Grand hóteli í Reykjavík. Húsið opnar kl. 19 en borðhald hefst stundvíslega kl. 20. „Happy hour“ verður á Grand hóteli kl. 17-19. Eftir borðhald mun hljómsveitin Húsið á Sléttunni leika fyrir dansi til kl. 02:00. Veislustjórar: Guðfinnur Einarsson og Trausti Salvar Kristjánsson. Ræðumaður: Una Guðrún Einarsdóttir. Miðaverð: Matur og ball kr. 8.500/7.500 fyrir félaga í Bolvíkingafélaginu. Ballið eingöngu: kr. 2.000. Grand hótel býður tilboð á gistingu fyrir þorrablótsgesti, nóttin á 15.500 með morgunverði. Miðapantanir: 848-2636 Halldóra Víðisdóttir 848-3422 Silja Runólfsdóttir bolvikingar@gmail.com

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni