Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 20.11.2018 09:21:14 |

Verkið er á áætlun en markmið yfirstandandi árs er að steypa upp húsið og setja upp þak og glugga. 

 

Nýbyggingin verður 307 fermetrar og 1339 rúmmetrar að stærð og með eldra húsi verður leikskólinn samtals 615 fermetrar og 2471 rúmmetri að stærð. 

 

Nýbyggingin mun bæta til mikilla muna aðstöðu leikskólabarna og starfsfólks og jafnframt verður aðstaða skólans í Lambhaga lögð niður þegar viðbyggingin verður tekin í notkun. Í Lambhaga hafa eldri börn skólans haft aðstöðu. 

 

Arkitekt viðbyggingarinnar er Einar Ólafsson hjá Arkiteó og Þotan er aðalverktaki verksins.

 

Framkvæmdinni á að vera lokið 1. mars 2020.


Fréttir | 31.10.2018 14:20:15 |

Byrjað var að heiðra einstaklinga á Sjómannadeginum í Bolungarvík árið 1954. 

 

Heiðrun fór fram á kvöldskemmtun í félagsheimilinu fram til ársins 1989 að heiðrun fór í fyrsta skipti fram í Hólskirkju, en þá var Sjómannadagurinn í Bolungarvík 50 ára, og hefur heiðrun farið þar fram síðan.

 

Bolungarvíkurkaupstaður sér nú um Sjómannadaginn í Bolungarvík og óskar bærinn eftir myndum frá athöfnum og einstaklingum sem hafa verið heiðraðir ef einhverjir kunna að eiga slíkar myndir í fórum sínum.

 

Sjómannadagurinn í Bolungarvík verður 80 ára á næsta ári 2019.

 

Hér fylgir listi yfir 71 heiðurskarl Sjómannadagsins í Bolungarvík.

 

Heiðraðir 1954
Guðmundur Salómon Jónasson
Jens Jónsson
Þorlákur ...


Fréttir | 25.10.2018 11:50:42 |

Neyðarkall björgunarsveitanna er væntanlegur til þín í byrjun nóvember.

 

Þessa dagana senda björgunarsveitirnar frá sér Neyðarkall sem nú kemur úr fortíðinni enda fagnar Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára afmæli á þessu ári.

 

Með því að kaupa Neyðarkall tekur þú þátt í uppbyggingarstarfi björgunarsveitanna í landinu og stuðlar um leið að eigin öryggi og annarra.

 

Taktu vel á móti sjálfboðaliðum björgunarsveitanna og leggðu okkur lið.

 

Þetta er Neyðarkall til þín.


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 22.10.2018 09:14:28
Fréttir | 15.10.2018 10:37:14
Fréttir | 1.10.2018 11:18:14
Fréttir | 26.9.2018 08:51:20
Fréttir | 25.9.2018 16:54:27
Fréttir | 25.9.2018 16:39:13
Fréttir | 25.9.2018 09:34:12
Fréttir | 20.9.2018 09:03:16
Fréttir | 19.9.2018 13:22:58
Fréttir | 18.9.2018 13:51:59
Fréttir | 13.9.2018 15:06:12
Fréttir | 10.9.2018 10:34:55
Fréttir | 7.9.2018 09:17:25
Fréttir | 5.9.2018 10:29:01
Fréttir | 22.8.2018 09:31:33
Fréttir | 22.8.2018 09:19:11
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.