Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 21.9.2016 16:37:06 |

Nú er haustið gengið í garð og veturinn nálgast með tilheyrandi lægðagangi, hvössum vindi og úrkomu.

 

Umhverfismálaráð Bolungarvíkur hvetur stjórnendur fyrirtækja og íbúa í Bolungarvík að huga vel að fasteignum sínum og búa þær undir komandi haust- og vetrarveður. 

 

Einnig að ganga vel frá öllum lausamunum á lóðum, festa þá, koma í öruggt skjól eða farga þeim á viðurkenndan hátt í gámastöðinni við áhaldahús bæjarins. Þetta á við hluti eins og fiskikör, sorpkassa og tunnur, trampolín, tjaldvagna og annað sem fokhætta gæti stafað af. 

 

Ráðið vill benda á að eigandi eða umráðamaður húseignar er ábyrgur fyrir öllu því tjóni sem af henni getur stafað vegna foks sem og lausamuna henni tilheyrandi.


Fréttir | 21.9.2016 11:25:36 |

Tónlistardiskur Björns Thoroddsen, gítarleikara, er kominn út undir heitinu Bjössi - Itroducing Anna

 

Björn og Anna Þuríður Sigurðardóttir tóku upp samstarf í kjölfar tónleika hans í Félagsheimili Bolungarvíkur sem voru hluti af dagskrá markaðshelgarinnar í sumarið 2015.

 

Tónleikarnir voru settir upp í samstarfi við Benedikt Sigurðsson, forstöðumann félagsheimilisins, sem virkjaði heimafólk til samstarfs við Bjössa og þar á meðal Önnu okkar.

 

Fyrir var Björn í samstarfi við Robben Ford nokkurn, Bandaríkjamann, sem hefur unnið í tónlist með stórstjörnum eins og George Harrison, Joni Mitchell og Miles Davis og er þekktur gítarleikari. Í maí síðastliðnum voru Björn og Anna Þuríður við upptökur í Nashville undir stjórn Fords og er afrakstur þeirrar vinnu að finna á ...


Fréttir | 19.9.2016 07:30:00 |

Blóðsöfnun verður hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á sjúkrahúsinu á Ísafirði, annarri hæð.

 

Miðvikudaginn 21. september 2016 kl. 12-18
Fimmtudaginn 22. september 2016 kl. 8:30-14.

 

Til að mæta þörfum samfélagsins þarf Blóðbankinn um 16.000 blóðgjafa á ári eða 70 blóðgjafa á dag. 

 

 

 


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

BJARNABÚÐ

FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM- BARNAFATNAÐUR - KVENNFATNAÐUR - LEIKFÖNG - GJAFAVARA - OG. FL OG. FL. KVEÐJA BJARNABÚÐ EIN STÖK BÚÐ

Óska eftir

Óska eftir íbúð helst með húsgögnum til leigu í 1-2 mánuði. Vinsamlegast hafið samband í síma 8466383

Eldra efni
Fréttir | 16.9.2016 12:04:50
Fréttir | 5.9.2016 15:45:04
Fréttir | 5.9.2016 13:24:18
Fréttir | 30.8.2016 16:14:15
Fréttir | 17.8.2016 14:49:42
Fréttir | 16.8.2016 09:51:22
Fréttir | 11.8.2016 10:12:56
Fréttir | 10.8.2016 14:28:35
Fréttir | 10.8.2016 13:52:57
Fréttir | 8.8.2016 13:51:00
Fréttir | 28.7.2016 22:51:12
Fréttir | 30.6.2016 16:13:07
Fréttir | 30.6.2016 16:05:20
Fréttir | 30.6.2016 11:51:59
Fréttir | 30.6.2016 09:17:22
Fréttir | 29.6.2016 17:30:07
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Björt Bolungarvík!
18.5.2016 23:04:46

Loksins.

 

Frá því ég fór út á vinnumarkaðinn fyrir þónokkrum árum síðan hefur gengið á ýmsu í atvinnulífi okkar hér í Bolungarvík. ...

Smelltu til að skoða Endurskoðandi á villigötum
26.1.2016 22:38:05

Jón Þorgeir Einarsson, endurskoðandi í Bolungavík er með  nokkar ásakanir í minn garð í grein á bb.is í gær. Þeim er nauðsynlegt að svara. Fyrst er til að taka að endurskoðandinn ...

Myndbandið
Nýleg virkni