Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 17.1.2019 14:41:08 |

Söngkeppni Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði verður haldin 18. janúar í Félagsheimili Bolungarvíkur.

 

Keppnin hefst kl. 20:00 en þá munu hæfileikaríkir nemendur úr skólanum keppa og bráðgreind dómnefnd ákveður sigurvegara sem keppir síðan fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.

 

Við hvetjum alla til að mæta á þessa frábæru skemmtun. 

 

Miðaverð NMÍ: 2.000 kr. - ÓNMÍ: 3.000 kr.


Fréttir | 16.1.2019 13:23:38 |

Framkvæmdir við Leikskólann Glaðheima í Bolungarvík eru á áætlun.

 

Nú er unnið að því að setja glugga í skólann og lýkur þeirri vinnu í næstu viku. Þá hefjast framkvæmdir við utanhússklæðningu ásamt einangrun og frágangi að innanverðu. 

 

Reisugildi var haldið 16. nóvember á síðast ári og þegar glerið verður komið í verður búið að loka húsinu fyrir veðri og vindum.

 

Nýbyggingin verður 307 fermetrar og 1339 rúmmetrar að stærð og með eldra húsi verður leikskólinn samtals 615 fermetrar og 2471 rúmmetri að stærð.  


Fréttir | 11.1.2019 09:33:41 |

Pétur Bjarnason var útnefndur íþróttamaður Bolungarvíkur 2018 í hófi fræðslumála- og æskulýðsráðs sem fram fór í Félagsheimili Bolungarvíkur.

 

Katrín Pálsdóttir, formaður fræðslumála- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og kynnti dagskrána.
 

Fyrst á dagskrá var tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Bolungarvík, Oliver Rähni lék Nouvelle Étude nr. 2 og Étude op. 25 no. 9 eftir Chopin og Karólína Mist Stefánsdóttir söng Líttu sérhvert sólarlag eftir Braga Valdimar Skúlason. Því næst flutti Þorsteinn Másson erindi um þríþrautaþjálfun.
 

Þá voru veittar viðurkenningar og farið yfir árangur íþróttafólks á árinu. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, tilnefndi ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 9.1.2019 13:41:55
Fréttir | 8.1.2019 09:19:52
Fréttir | 3.1.2019 15:31:40
Fréttir | 18.12.2018 11:05:50
Fréttir | 11.12.2018 11:07:27
Fréttir | 11.12.2018 09:01:58
Fréttir | 11.12.2018 08:57:00
Fréttir | 10.12.2018 15:25:12
Fréttir | 10.12.2018 15:23:35
Fréttir | 7.12.2018 15:44:51
Fréttir | 29.11.2018 11:44:59
Fréttir | 23.11.2018 19:32:40
Fréttir | 20.11.2018 09:21:14
Fréttir | 31.10.2018 14:20:15
Fréttir | 25.10.2018 11:50:42
Fréttir | 22.10.2018 09:14:28
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.