Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 14.8.2019 11:14:29 |

Skrifað var undir samning í gær um endurbyggingu stálþils við Brjótinn í Bolungarvíkurhöfn. 

 

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar, og Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ísar ehf., skrifuðu undir samninginn í Ráðhússsal Ráðhúss Bolungarvíkur. 

 

Hafnarsjóður Bolungarvíkur óskaði eftir tilboðum í maí og voru fimm tilboð opnuð þann 12. júní 2019 og af þeim var tilboð Ísar ehf. lægst.  


Verktakinn áætlar að hefja framkvæmdir strax í næstu viku með efnisflutningum og niðurrekstur stálþils mun hefjast í lok ágúst. Enginn starfsemi verður á fremsta hluta Brjótsins meðan á framkvæmdum stendur. 

 

Verklok eru áætluð 1. nóvember 2019.
 

Helstu verkþættir eru:


Fréttir | 14.8.2019 09:33:24 |

Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir þessa dagana starf forstöðumanns laust til umsóknar.

 

Umsóknarfrestur til 26. ágúst 2019.

 

Forstöðumaður leiðir alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum á Vestfjörðum, með aðsetur í Bolungarvík og starfsstöðvar á Hólmavík og Patreksfirði. Verkefni Náttúrustofunnar varða fyrst og fremst öflun upplýsinga um náttúru og umhverfi Vestfjarða og úrvinnslu á þeim. Starfsmenn Náttúrustofu sinna fjölbreyttum verkefnum á sínu starfsssviði fyrir sveitarfélög, stofnanir eða einkaaðila. Auk þess sér Náttúrustofan um rekstur safna fyrir Bolungarvíkurkaupstað.

 

Sjá nánar um starfið á vef Náttúrustofu Vestfjarða. 


Fréttir | 18.7.2019 12:03:54 |

Safnað í blindni er sýning sem opnuð verður í dag kl. 16:00 í Náttúrugripasafni Bolungarvíkur.

 

Listakonan, Ingrid Mostrey, verður til staðar við opnunina og mun spjalla við gesti um verk sín og vinnuaðferðir. 

 

Ingrid Mostrey er upptekin af því smáa og því sem lætur lítið yfir sér. Hún kannar í undrun og ákefð fíngerð verk náttúrunnar sem þróast hafa og aðlagast í tímans rás. Verk hennar eru eins og stuttur leiðangur eða lítið rölt meðfram jaðrinum á stóru flæði.

 

Ingrid Mostrey lærði skúlptúr og skartgripagerð. Hún bjó og starfaði sem listamaður og hönnuður í Berlín í meira en þrjá áratugi áður en hún ákvað að flytja aftur til Ostend í Belgíu þangað sem hún fæddist.

 

Sýningin verður opin á ...


Smáauglýsingar

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Smáauglýsingar á Víkari.is

Viltu kaupa/selja/leigja? Skráðu smáauglýsinguna þína á Víkari.is

Eldra efni
Fréttir | 5.7.2019 14:44:12
Fréttir | 3.7.2019 14:45:05
Fréttir | 2.7.2019 11:54:34
Fréttir | 27.6.2019 15:37:15
Fréttir | 25.6.2019 09:18:07
Fréttir | 25.6.2019 09:11:37
Fréttir | 13.6.2019 11:20:05
Fréttir | 12.6.2019 15:28:31
Fréttir | 4.6.2019 13:14:35
Fréttir | 4.6.2019 11:19:51
Fréttir | 31.5.2019 13:03:01
Fréttir | 30.5.2019 09:47:18
Fréttir | 29.5.2019 16:03:41
Fréttir | 29.5.2019 12:43:37
Fréttir | 28.5.2019 09:36:14
Fréttir | 7.5.2019 11:56:19
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.