Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 9.10.2006 | bb.is
Grenibukkur í Bolungarvík
Grenibukkur (Monochamus sartor) fannst við viðgerð á gömlu húsi í Bolungarvík, en sjaldgæft er að finna bjölluna í húsum á Íslandi. Dýrið virðist hafa skriðið úr timbri sem var verið að nota við viðgerðina, enda lifa lirfurnar á viði barrtrjáa, mest greni. Kvendýrið verpir eggjum í börk grenitrjáa sem hafa veikst af einhverjum ástæðum. Lirfan étur sig inn í viðinn og eftir eitt til tvö ár skríður fullorðið dýr út, venjulega í ágúst til september. Kvendýrin verpa ekki í sagaðan trjávið og því er ekki hætta á að dýrin fjölgi sér í húsinu. Frá þessu var greint á vef Náttúrustofunnar. Frétt tekin af bb.is
Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.