Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 19.2.2012 23:08:02 |
Opnar vef vegna biskupskjörs

Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur á Vestfjörðum, hefur opnað vef í tilefni af framboði hennar til kjörs á biskupi Íslands. Slóðin á vefinn er www.sragnes.is en þar má m.a. finna áherslur hennar vegna biskupskjörsins og umfjöllun um kristna trú og málefni kirkjunnar.  Á vefnum fjallar sr. Agnes einnig um orð dagsins úr Biblíunni og svarar ýmsum spurningum sem Guðmundur Pálsson læknir beindi til biskupskandídata nýverið.

Óhætt er að hvetja alla áhugasama um kristna trú og biskupskjörið til að kynna sér vef sr. Agnesar og kynnast því sem hún hefur fram að færa en eins og áður segir er slóðin á vefinn www.sragnes.is . Þá er rétt að benda á áhugavert viðtal við Agnesi sem sjá má með því að smella á tengilinn hér að neðan.Agnes M. Sigurðardóttir - viðtal vegna biskupskjörs

 

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.