Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Víkari vikunnar | 2.7.2012 19:26:38 |
Gerður Ágústa Sigmundsdóttir

Núna förum við aftur af stað með Víkara vikunnar. Að þessu sinni kynnust við Gerði Ágústu Sigumundsdóttur.

 

Gerður Ágústa er dóttir hjónanna Sigmundar Þorkelssonar og Sigríðar Björgmundsdóttur og á eina yngri systur, Hugrúnu Emblu Sigmundsdóttur. Bolungarvík er háttskrifuð hjá Gerðu þar sem ún hefur búið í Víkinni allt sitt líf, í sama húsinu, Holtabrún 10, og þó kærastann hafi hún fundið á Ísafirði þá var hún ekki lengi að koma honum hingað úteftir: „Ég fann kærastann inná Ísafirði fyrir 3 árum og var fljót að draga hann út í Vík.“ segir Gerður. 

Gerður Ágústa lauk skyldunámi sínu við Grunnskóla Bolungarvíkur vorið 2008, þá um haustið lá leið hennar í Menntaskólann á Ísafirði sem hún lauk núna í vor með stúdentspróf af náttúrufræðibraut. „Ég tók sjúkraliðan með og á bara 3 áfanga eftir í honum en ákvað að klára hann ekki og demba mér bara beint í hjúkrunarfræði í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri.“ segir Gerður þegar hún er spurð hvort hún hyggst stefna að frekari námi. Síðustu þrjú sumur hefur Gerður starfað á Sjúkraskýlinu í bænum og fann þá að hún vildi starfa innan heilbrigðisgeirans: „Ég fíla það alveg í tætlur að vinna á Skýlinu og alveg búin að finna að þetta er einhvað fyrir mig.“

Þann 17. júní var Gerður Ágústa í hlutverki Fjallkonunar og stóð sig með prýði í því hlutverki.

Nafn: Gerður Ágústa Sigmundsdóttir
Aldur: Tvítug í haust
Maki: Jón Kristinn Stefánsson
Börn: Ekki á næstunni
Draumabíllinn: Subaru Legasy
Draumahúsið: Einhvað voðlega hentugt
Draumastarfið: Hjúkrunarfræðingur
Fallegasti staðurinn: Ég hef aldrei séð neitt fallegra en vestfirði.
Færir þú í teygjustökk: Nei það myndi ég aldrei gera! Taldi mig einu sinni ótrúlega frakka og ætlaði í öll tækin í tívolíi í Danmörku því ég hafði aldrei orðið hrædd í neinu svona tæki hér á Íslandi .. og já ég fór held ég í eitt eða tvö tæki og hætti þá snarlega við .. fór síðan í fallturn út á Benedorm og ég held að það muni duga mér hér eftir að hofta bara á.
Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks: Hvort það er tilgerðarlegt.
Lífsmottó: Gera allt eins vel og ég get


Næstu viðburðir
Í dag sunnudagur, 29. mars 2015
Uppskeruhátíð sunnudagaskólanna í Hólskirkju.

Á pálmasunnudag, 29. mars, verður haldin uppskeruhátíð sunnudagaskólanna. Þá koma saman allir sunnudagaskólarnir á svæðinu og sameinast í söng og leik. Eftir stundina í kirkjunni verður boðið upp á pylsur og djús í safnaðarheimilinu. Allir eru velkomnir. Eldri borgarar sérstaklega hvattir til að mæta!

fimmtudagur, 2. apríl 2015
Fermingarmessa á skírdag kl.11:00.

Fermingarmessa á skírdag kl. 11:00. Fermd verða: Karolína Sif Benediktsdóttir, Kristinn Hallur Arnarsson og Kristjana Berglind Finnbogadóttir.

sunnudagur, 5. apríl 2015
Árdegispáskaguðsþjónusta í Hólskirkju

Páskaguðsþjónusta í Hólskirkju kl. 9 á páskadagsmorgun. Komum saman í helgidómnum á þessum lífsins sigurdegi, mesta hátíðardegi kristinna manna.

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni