Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 9.7.2012 00:28:26 |
Nýtt og stærra bílfarsskilti

Nýtt og stærra bílfarsskilti hefur verið sett upp við þjóðveginn til Ísafjarðar við mörk byggðarinnar í Bolungarvík skammt frá Hrafnakletti í stað svipaðs skiltis sem þar var áður. Nýja skiltið er 70 cm á breidd og því nokkru stærra en það sem var fyrir og á tveimur staurum. Ættu bílstjórar á leið út úr bænum því að sjá mun fyrr en áður hvaða áfangastað þeir benda á sem óska bílfars. 

Notkun eldra skiltisins var ekki mikil, þótt einn og einn hafi nýtt sér það, enda getur verið gott að hafa það til staðar ef komast þarf milli bæja, hagstætt far býðst ekki með öðrum hætti og spara þannig eldsneyti og nýta bílana betur. Er vonandi að þeir sem tök hafa á bjóði þeim sem þess óska far sem oftast enda gert ráð fyrir að farþegi greiði ökumanni upp í kostnað þótt ekki sé um háar fjárhæðir að ræða.  Á hinn bóginn ef menn, af hvaða ástæðum sem vera skal, eru ekki reiðbúnir að bjóða far er sjálfsagt að aka hjá, þótt ekki saki að veifa kurteislega í átt til þess sem óskar fars.

Smám saman er unnið að frekari kynningu og þróun þessa samgöngumáta og er m.a. beðið eftir að Vegagerðin staðfesti formlega þjónustumerkið sem vísar á skiltið. Áformað er að setja tvö skilti upp í Vesturbyggð á allra næstu dögum, þ.e. eitt á Patreksfirði og annað á Bíldudal og e.t.v. verður fljótlega skoðað að setja upp fleiri skilti í Ísafjarðarbæ ef áhugi reynist fyrir hendi og stækka skiltið sem þar er fyrir. Jafnframt er unnið að því að fá þennan ferða- eða samgöngumáti viðurkenndan opinberlega sem einn þátt almenningssamgangna.

Auk þess að nota bílfarsskiltin má fyrir lengri ferðir skrá upplýsingar um bílfar sem óskast eða bílfar í boði á vefnum www.bilfar.is (www.rideshare.is) með sömu skilmálum og gilda þegar skiltin eru nýtt.

 


Næstu viðburðir
Í dag sunnudagur, 29. mars 2015
Uppskeruhátíð sunnudagaskólanna í Hólskirkju.

Á pálmasunnudag, 29. mars, verður haldin uppskeruhátíð sunnudagaskólanna. Þá koma saman allir sunnudagaskólarnir á svæðinu og sameinast í söng og leik. Eftir stundina í kirkjunni verður boðið upp á pylsur og djús í safnaðarheimilinu. Allir eru velkomnir. Eldri borgarar sérstaklega hvattir til að mæta!

fimmtudagur, 2. apríl 2015
Fermingarmessa á skírdag kl.11:00.

Fermingarmessa á skírdag kl. 11:00. Fermd verða: Karolína Sif Benediktsdóttir, Kristinn Hallur Arnarsson og Kristjana Berglind Finnbogadóttir.

sunnudagur, 5. apríl 2015
Árdegispáskaguðsþjónusta í Hólskirkju

Páskaguðsþjónusta í Hólskirkju kl. 9 á páskadagsmorgun. Komum saman í helgidómnum á þessum lífsins sigurdegi, mesta hátíðardegi kristinna manna.

Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.

Bolungarvík á BB.is
Fréttir á Bolungarvík.is
Fundargerðir á Bolungarvík.is
Aðsendar greinar
Smelltu til að skoða Að gefnu tilefni
22.1.2015 18:01:07

Nokkur umræða hefur orðið um launahækkun bæjarfulltrúa í Bolungarvík sem tók gildi 1. janúar sl.  Hefur umræðan gengið svo langt að gefið er í skyn af ritstjóra blaðsins ...

Smelltu til að skoða Bæjarráð viðurkennir 45% launahækkun
21.1.2015 11:43:36

Bæjarráð Bolungavíkur hefur loksins séð ástæðu til þess að segja frá ríflegri kauphækkun til bæjarfulltrúa sem bæjarstjórnin samþykkti  17. desember á ...

Myndbandið
Nýleg virkni