Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 11.9.2017 11:08:37 |
Ástarvikan hafin

Ástarvikan var formlega sett í gær á sunnudegi.

 

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, setti vikuna en að þessu sinni heldur bærinn utan um dagskrána.

 

Um leið var opnuð brúðkaupsmyndasýning í EG-húsinu í Aðalstræti 21 sem Guðlaug Rós Hólmsteinsdóttir hefur haft veg og vanda af að setja upp. Á sýningunni má sjá brúðkaupsmyndir Bolvíkinga og skilja eftir hugleiðingu um ástina fyrir aðra gesti sýningarinnar.

 

Síðar um kvöldið var kvöldmessa kærleikans í Hólskirkju þar sem sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sagði frá ástarsögum í Biblínunni og Karolína Sif og Emil Uni fluttu falleg ástarlög ásamt reynsluboltunum þeim Benna Sig og Helga Hjálmtýssyni. Björg Guðmundsdóttir var með hláturjóga og í messulok fengu allir sem vildu sérstaka ferðablessun.

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.