Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 13.10.2017 14:35:10 |
Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis 28. október 2017.

 

Í Bolungarvík fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram í Ráðhúsi Bolungarvíkur á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar, Aðalstræti 10-12, á venjulegum afgreiðslutíma frá kl. 10:00 til 15:00. Kjósendur skulu sýna persónuskilríki áður en þeir greiða atkvæði utan kjörfundar.

 

Atkvæðagreiðsla á stofnun

Fulltrúar Sýslumanns Vestfjarða munu annast framkvæmd atkvæðagreiðslu á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eftir ákvörðun sýslumanns.

 

Atkvæðagreiðsla í heimahúsi

Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 2. mgr. 58. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 16:00, 24. október 2017, sbr. 3. mgr. 58. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

 

Kjörskrá

Kjörskrá fyrir Bolungarvík liggur frammi á skrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar í Ráðhúsi Bolungarvíkur. Á vefnum kosning.is má sjá hvar einstaklingar eiga kjörstað og kjördeild. 

 

 

Athygli kjósenda er einnig vakin á því að kjörfundur þann 28. október 2017 fer fram í Félagsheimili Bolungarvíkur. 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.