Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 31.10.2017 09:16:17 |
Neyðarkall Ernis

Félagar í Björgunarsveitinni Erni munu ganga í hús 2.-4. nóvember og selja neyðarkall björgunarsveitanna. 

 

Neyðarkallin í ár er vélsleðakall. 

 

Neyðarkall björgunarsveitanna er fjáröflun björgunarsveita landsins. Felst hún í sölu á lyklakippu með áföstum björgunarsveitarmanni. Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita, slysavarnadeilda og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er hann notaður til að efla og styrkja starfið.

 

Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.