Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 7.2.2018 14:29:17 |
Úrval heilsutengdra viðburða í febrúar

Heilsubærinn Bolungarvík býður upp á fjölbreytt úrval heilsutengdra viðburða í febrúar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Flestir viðburðanna eru í Íþróttamiðstöðinni Árbæ sem í daglegu tali er nefnt Musteri vatns og vellíðunar.

 

Á meðal þess sem boðið er upp á í dag er líkamsrækt (kl. 16:10), ketilbjöllur (kl. 18:15) og jóga (kl. 20:00) en rétt er að vekja athygli á því að ekkert kostar inn í þessa tíma.

 

Aðra daga má t.d. komast í badminton, zumba, gönguskíði, samflot, lyftingar, skriðsund, útihlaup auk þess sem boðið er upp á heilsutengda fyrirlestra og heilsufarsmælingu.

 

Dagskráin hjá Heilsubænum í febrúar ásamt lýsingu fyrir hvern og einn viðburð hefur verið borin út í hús í Bolungarvík og eru Bolvíkingar og nágrannar hvattir til að nýta sér kjörið tækifæri til heilsueflingar.

Fylgjast má  með Heilsubænum á Facebook ef einhverjar breytingar verða á dagskránni.

 

 

DAGSKRÁ

 

www.fb.com/heilsubaerinn

Snapchat: Heilsubaerinn
Instalgram: Heilsubaerinn

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.