Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 12.2.2018 08:06:20 |
Umferð um Bolungarvíkurgöng mun meiri en um Norðfjarðargöng

Samgöngufélagið óskaði um síðustu mánaðamót eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um sólarhringsumferð síðustu vikurnar í annars vegar hinum nýju Norðfjarðargöngum og hins vegar Bolungarvíkurgöngum. Í ljós kom að á tímabilinu 16. nóvember 2017 og til og með 8. janúar 2018 var umferð í Bolungarvíkurgöngum ekki langt frá því að vera tvöfalt meiri en í Norðfjarðargöngum. Reyndist meðalumferð á umræddu tímabili vera 486 (ökutæki/sólarhring) í Norðfjarðargöngum en 822 ökutæki/sólarhring í Bolungarvíkurgöngum.

 

 

Norðfjarðargöng voru formlega tekin í notkun 11. nóvember sl. og tengja saman Norðfjörð og Eskifjörð og koma í stað fjallvegarins og ganganna um Oddsskarð. Með vegskálum eru þau samtals um 7,9 km.  Í Neskaupstað (Norðfirði) eru skráðir íbúar samtals um 1.500 og vegalengdin um göngin til næsta þéttbýlisstaðar, Eskifjarðar, þar sem íbúar eru um 1.000, er 22 km, en þaðan til Reyðarfjarðar þar sem íbúar eru um 1.200 eru um 15 km.  Frá Neskaupstað til Egilsstaða eru 67 km.  Milli Bolungarvíkur þar sem íbúar eru um 900 og Ísafjarðar (Skutulsfjarðar) þar sem íbúar eru um 2.500 eru uppgefin vegalengd 13 km á vef Vegagerðarinnar og göngin sjálf sem  margir vilja fremur nefna Óshlíðargöng eru 5,4 km.  

 


Enn eru Bolungarvíkurgöng því næstfjölförnustu veggöng á landinu á eftir Hvalfjarðargöngum. Næst koma Héðinsfjarðargöng og Tungudalsleggur ganga undir Breiðadals- og Botnsheiðar með um 650 ökutækja umferð ( 2015).

 

 

Nánar má fræðst um veggöng og umferð um þau á vef Vegagerðarinn hér http://www.vegagerdin.is/vegakerfid/jardgong/jardgvegakerf/

 

 

Þess má loks geta geta að Norðfjarðargöng eru búin búnaði til útsendinga útvarps, sem vart væri raunin með Bolungarvíkurgöng ef ekki hefði komið til sérstakt einkaframtak.
Má einnig nefna að alls 687 einstaklingar og lögaðilar í Bolungarvík sættu álagningu útvarpsgjalds fyrir árið 2017 en það ár var fjárhæð gjaldsins kr. 16.800.  Samtals gera þetta því kr. 11.541.000

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.