Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 2.5.2018 16:15:34 |
Máttur meyja og manna bjóða fram lista

Máttur meyja og manna mun bjóða fram lista undir listabókstafnum K í komandi sveitastjórnakosningum í Bolungarvík.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem framboð Máttar meyja og manna sendi frá sér.

 

Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að á stefnuskrá Máttar meyja og manna fyrir síðustu kosningar hafi verið lagt upp með að auglýst væri eftir framkvæmdastjóra bæjarins. „Það var gert á kjörtímabilinu og fögnuðum við því. Jón Páll hefur verið farsæll í því starfi og því viljum við njóta hans krafta áfram.“

 

1. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, deildarstjóri
2. Hjörtur Traustason, rafvirki og tónlistarmaður
3. Magnús Ingi Jónsson, ferðamálafræðingur
4. Helga Jónsdóttir, grunnskólakennari
5. Margrét Jómundsdóttir, sjúkraliðanemi
6. Halldór Guðjón Jóhannsson, verslunarstjóri
7. Monika Mazur, stuðningsfulltrúi
8. Hugrún Diljá Þorgeirsdóttir, launafulltrúi
9. Hörður Snorrason, sjómaður
10. Sigurður Guðmundur Sverrisson, verksjóri
11. Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri
12. Gunnar Hallsson, forstöðumaður
13. Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður
14. Matthildur Guðmundsdóttir, póstafgreiðslumaður og bankagjaldkeri

 


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.