Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 3.1.2019 15:31:40 |
Þrettándagleði í Bolungarvík

Uppfært: Hátíðarsvæðið verður fyrir neðan Tónlistarskóla Bolungarvíkur en ekki við Hreggnasa vegna tíðarfarsins. 

 

Á þrettánda dag jóla er haldin hin árlega þrettándagleði Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar.

 

Hátíðarsvæðið er við Hreggnasa fyrir ofan Grunnskóla Bolungarvíkur og heilsugæslustöðina og hefst hátíðin kl. 18:00 sunnudaginn 6. janúar 2019.

 

Gleðin hefst með skrúðgöngu sem reiðmenn leiða frá sundlauginni kl. 17:45 og eru íbúar beðnir um að skjóta ekki upp flugeldum meðan á henni stendur þar sem það gæti auðveldlega fælt hestana. 

 

Á þrettándagleðina í Bolungarvík koma álfar og kóngafólk, prinsar og prinsessur, stallari, biskup og skratti, bændafólk, álfameyjar, ljósálfar og svartálfar, jólasveinar, púkar og Grýlu-börn og svo auðvitað Grýla sjálf með Leppalúða sinn.

 

Dans er stiginn og söngvar sungnir við hljóðfæraspil og þrettándabrennu svo sem vera ber á þrettándanum.

 

Löng hefð er fyrir því að þrettándagleðin endi á flugeldasýningu sem Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík stendur fyrir.

 

Sveitarfélögin skiptast á að halda þrettándagleði og í ár er þrettándagleðin haldin í Bolungarvík.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.