
Fiskeldi fari af stað og auðlindagjald til sveitarfélaga
Bæjarráð Bolungarvíkur sendi frá sér ályktun í tengslum við frumvarp að lögum um breytingu á fiskveiðilögum og frumvarp að lögum um gjaldtöku af fiskeldi.
Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að fiskeldi í Ísafjarðardjúpi hefjist sem fyrst og núverandi áhættumat verði endurmetið við fyrsta tækifæri.
Ráðið leggur jafnframt áherslu á að í fiskeldislögum og í lögum um gjaldtöku af fiskeldi komi skýrt fram að auðlindagjöld hverskonar af fiskeldi renni til uppbyggingar í sveitarfélögum á Vestfjörðum.
Bæjarstjóra var falið að vinna með öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum að umsögn um áðurnefnd frumvörp.

Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.