Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 22.1.2019 15:58:03 |
Myndlistanámskeið

Myndlistarnámskeið verður haldið dagana 4.-8. febrúar 2019 í Myndlistarstúdíóinu við Hafnargötu í Bolungarvík. 

 

Myndlistamaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson, eða Baski, áformar að halda myndlistanámskeið sem verður samtals 15 tímar á fimm dögum frá kl. 19 til 22. 

 

Námskeiðið hentar öllum aldurshópum en lágmarksfjöldi þáttakenda er sjö og að hámarki geta verið tíu nemendur. Námskeiðsgjald er 28.000 kr. og innifalið í því eru grunnáhöld svo sem pappír, blýantar, kol, penslar og litir.

 

Skráning og nánari upplýsingar fást með netfangiu baskicursus@gmail.com og hjá Kristjáni Jóni Guðmundssyni mneð netfanginu krjg@simnet.is.

 

Greiðsla námskeiðsgjalds er við skráningu.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Vígsla snjóflóðagarðanna
Snjóflóðavarnargarðarnir Vörður og Vaki í Bolungarvík voru vígðir laugardaginn 20. september.