Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 1.2.2019 13:52:25 |
Starfsmaður í félagslega heimaþjónustu óskast

Félagsþjónusta Bolungarvíkurkaupstaðar óskar eftir að ráða starfsmann í félgslega heimaþjónustu í afleysingu í eitt ár með möguleika á framhaldi.  

 

Um er að ræða 60-100% starf, eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. 

 

Óskað er eftir starfsmanni sem er fær í mannlegum samskiptum og er samviskusamur. Reynsla í starfi með fólki er æskileg. 

 

Starfsmenn í félagslegri heimaþjónustu aðstoða á heimilum við almennt heimilishald, s.s. þrif og þvotta og veita þjónustuþegum félagslegan stuðning. 

 

Nánari upplýsingar veitir Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, á bæjarskrifstofu Bolungarvíkurkaupstaðar, sími 450-7000 og í gegnum netfangið gudnyhildur@bolungarvik.is eða Guðrún Ármannsdóttir, verkstjóri, í síma 690-7003. 

 

Umsóknir berist á bæjarskrifstofuna eða á netfangið gudnyhildur@bolungarvik.is.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.