Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 25.2.2019 13:43:47 |
Auglýst eftir uppbyggingaraðilum íbúðarhúsnæðis

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðilum til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í Bolungarvík.

 

Kaupstaðurinn leggur áherslu á að markmiðið með sölu fasteigna í eigu sveitarfélagsins sé framþróun fasteignamarkaðar í Bolungarvík. 

 

Mikilvægt er að uppbygging íbúðarhúsnæðis hefjist sem fyrst og þannig nýtast fyrirliggjandi fasteignir sem eru í eigu sveitarfélagisins í þágu samfélagsins.

 

Nánari upplýsingar veitir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri, jonpall@bolungarvik.is. Frestur til senda inn erindi vegna uppbygginar íbúðarhúsnæðis er til og með 8. mars 2019. 

 

Bolungarvík, 25. febrúar 2019
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.