Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 24.4.2019 08:40:09 |
Vortónleikar Kvennakórs Ísafjarðar

Kvennakór Ísafjarðar fagnar vorinu með vortónleikum sínum í Félagsheimilinu í Bolungarvík 24. apríl kl 20:00.

 

Dagskráin er mjög fjölbreytt. Kórinn er á leiðinni á alþjóðlega kórakeppni til Pesaro á Ítalíu 27. apríl - 1. maí. Þar munum við keppa í þremur flokkum; kirkju-, akademískum- og poppflokki.

 

Á tónleikunum munum við flytja keppnislögin okkar og meðal annars verkið Gautede eftir ungverska tónskáldið Peter Tòth, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Einsöngvarar: Svanhildur Garðarsdóttir, Dagný Þrastardóttur, Ásrós Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Ósk Ólafsdóttir, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir og Karolína Sif BenediktsdóttirStjórnandi kórsins er Beata Joó og meðleikari er Pétur Ernir Svavarsson.Miðaverð: 2500 kr., selt við innganginn, posi á staðnum.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.