Víkari.is - Fréttavefur Bolvíkinga
Fréttir | 29.5.2019 12:43:37 |
Orgelvígsla í Hólskirkju

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir hið nýja orgel Hólskirkju á uppstigningardag, 30. maí kl 14.

 

Sigrún Pálmadóttir syngur einsöng með Kirkjukór Bolungarvíkur og Kvennakór Ísafjarðar syngur undir stjórn Beötu Joó við undirleik Péturs Ernis Svavarssonar. Allir eru velkomnir til vígslunnar.

 

Eftir vígsluna er kaffisamsæti í Safnaðarheimili Hólssóknar.


Myndbandið
Næstu viðburðir
Ekkert fannst!
Nýjustu myndirnar
Smelltu til að skoða Íþróttamaður Bolungarvíkur 2019
Hóf Íþróttamanns ársins í Bolungarvík 2019 var haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 12.janúar 2020. Margir íþróttamenn fengu viðurkenningar og var það Mateusz Klóska sem fékk titilinn íþróttamaður ársins. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir tók eftirfarandi myndir.